Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 17:43 Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur boðað stærstu mótmæli í sögu landsins til stuðnings Navalní í vor. Stjórnvöld segja slík mótmæli ólögleg en þau veita lítið svigrúm til pólitísks andófs í landinu. Vísir/EPA Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. Yfirvöld í IK-2 fanganýlendunni um hundrað kílómetrum austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið sögðu í síðustu viku að heilsa hans væri stöðug og ásættanleg. Nokkrir læknar birtu aftur á móti opið bréf á sunnudag þar sem þeir kröfðust þess að Navalní fengi alvöru læknismeðferð. Þeir óttist að hann gæti misst tilfinningu í fótum varanlega. Navalní segist aðeins hafa fengið almenna verkalyfið íbúprófín og smyrsli við miklum bakverk sem dreifði sér í báða fótleggi hans. Hann krefst þess nú að fá að hitta lækni. Þangað til það gerist verði hann í hungurverkfalli, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur einnig lýst illri meðferð fangavarða í fangelsinu. Þeir veki hann á klukkutíma fresti allar nætur. Líkti Navalní því við pyntingar. Rússnesk stjórnvöld létu handtaka Navalní þegar hann sneri heim frá Þýskalandi í janúar. Þar hafði hann dvalist um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum um borð í flugvél í Rússlandi. Navalní og vestrænar þjóðir hafa sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hafa látið eitrað fyrir honum. Því neita stjórnvöld í Kreml. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þar sem hann var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Vestræn ríki hafa krafist þess að rússnesk stjórnvöld láti Navalní lausan. Talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sovéska taugaeitrinu novichok. Rússneskum fyrrverandi njósanara var byrlað sama eitur í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að tilræðinu. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður eða verið fangelsað í um tveggja áratuga langri forsetatíð Pútín. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30 Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Yfirvöld í IK-2 fanganýlendunni um hundrað kílómetrum austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið sögðu í síðustu viku að heilsa hans væri stöðug og ásættanleg. Nokkrir læknar birtu aftur á móti opið bréf á sunnudag þar sem þeir kröfðust þess að Navalní fengi alvöru læknismeðferð. Þeir óttist að hann gæti misst tilfinningu í fótum varanlega. Navalní segist aðeins hafa fengið almenna verkalyfið íbúprófín og smyrsli við miklum bakverk sem dreifði sér í báða fótleggi hans. Hann krefst þess nú að fá að hitta lækni. Þangað til það gerist verði hann í hungurverkfalli, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur einnig lýst illri meðferð fangavarða í fangelsinu. Þeir veki hann á klukkutíma fresti allar nætur. Líkti Navalní því við pyntingar. Rússnesk stjórnvöld létu handtaka Navalní þegar hann sneri heim frá Þýskalandi í janúar. Þar hafði hann dvalist um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum um borð í flugvél í Rússlandi. Navalní og vestrænar þjóðir hafa sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hafa látið eitrað fyrir honum. Því neita stjórnvöld í Kreml. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þar sem hann var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Vestræn ríki hafa krafist þess að rússnesk stjórnvöld láti Navalní lausan. Talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sovéska taugaeitrinu novichok. Rússneskum fyrrverandi njósanara var byrlað sama eitur í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að tilræðinu. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður eða verið fangelsað í um tveggja áratuga langri forsetatíð Pútín.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30 Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30
Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10