Fótbolti

Fékk að vita það í morgun­matnum að hann myndi byrja sinn fyrsta A-lands­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveinn stóð sig nokkuð vel í Vaduz í kvöld.
Sveinn stóð sig nokkuð vel í Vaduz í kvöld. DeFodi Images/Getty

Sveinn Aron Guðjohnsen sagðist hafa fengið að vita það í morgun að hann myndi byrja sem fremsti maður hjá íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein.

Ísland vann 4-1 sigur á Liechtenstein í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson gerðu mörk íslenska liðsins.

Sveinn Aron spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld og ræddi um frumraunina við RÚV í leikslok.

„Ég var smá shaky í byrjun en svo vann ég mig inn í leikinn,“ sagði Sveinn sem átti ekki von á því að byrja leikinn.

„Nei, ég átti ekki von á því. Það var smá sjokk í morgun. Ég fékk að vita það í morgunmatnum.“

Hann segist hafa fengið skýr skilaboð frá þjálfarateyminu.

„Ég átti að pressa á hafsentina og koma mér inn í teig.“

Hann var nokkuð ánægður með leik íslenska liðsins.

„Við héldum boltanum vel og héldum tempóinu uppi allan leikinn sem var fínt.“


Tengdar fréttir

Mikil­vægt að fá fyrstu þrjú stigin

Birkir Bjarnason, einn markaskorara Íslands í 4-1 sigri gegn Liechtenstein, sagði mikilvægast að hafa náð í þrjú stig úr leik kvöldsins.

Í beinni: Arnar situr fyrir svörum

Arnar Þór Viðarsson, landsiðsþjálfari, mun sitja fyrir svörum á blaðamannafundi í Liechtenstein eftir leik íslenska landsliðsins í kvöld.

Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 1-4 | Kærkominn sigur í Vaduz

Ísland vann kærkominn sigur á Liechtenstein, 1-4, þegar liðin áttust við á Rheinpark Stadion í Vaduz í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson (víti) skoruðu mörk Íslendinga. Yanik Frick skoraði mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×