Fótbolti

Hópsmit hjá tyrkneska landsliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cagl­ar Söyüncü í leik með tyrkneska landsliðinu í seinustu viku.
Cagl­ar Söyüncü í leik með tyrkneska landsliðinu í seinustu viku. BSR Agency/Getty Images

Nokkrir leikmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu hafa greinst með kórónaveiruna. Þeirra á meðal er Cagl­ar Söyüncü, varnarmaður Leicester, en Brendan Rodgers, stjóri liðsins, staðfesti það í samtali við Sky Sports.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir leikmenn tyrkneska liðsins eru smitaðir.

Brendan Rodgers sagði eftir tapið gegn Manchester city í gær að mjög ólíklegt væri að Söyüncü gæti spilað næsta sunnudag gegn West Ham.

Söyüncü er enn staddur í Tyrklandi, en talsmenn Leicester vinna nú í því með tyrkneskum yfirvöldum að því að fá úr því skorið hvenær varnarmaður geti snúið aftur til Bretlandseyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×