Telur mögulegt að skuldbindingar í loftslagsmálum séu óraunhæfar Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2021 12:14 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist efins um hvort Íslendingar séu á réttri leið með þátttöku í loftslagsskuldbindingum Evrópusambandsríkja. Ísland eigi fátt sameiginlegt með þessum þjóðum í loftslagsmálum og hafi verulega sérstöðu hvað þau varðar. Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan. Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan.
Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira