Lífið

Stjörnulífið: Páskakúlan, syndaþvottur og kósýheit

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Ása Ninna Pétursdóttir skrifa
Samfélagsmiðlar iðuðu af lífi og fjöri um helgina þrátt fyrir lágstemmdari hátíðarhöld en vanalega. 
Samfélagsmiðlar iðuðu af lífi og fjöri um helgina þrátt fyrir lágstemmdari hátíðarhöld en vanalega.  Instagram

Páskahelgin í ár var heldur rólegri hér á landi en oft áður. Flestir virðast þó hafa náð að njóta frídaganna með sínum nánustu í páskakúlunni. 

Margir hafa eflaust þurft að hætta við eða breyta plönum sínum vegna hertra samkomutakmarkanna sem tóku gildi rétt fyrir páska. Skíðaferðir og ýmiskonar samkomur þurftu því að víkja fyrir almennum kósýheitum og lágstemmdara hátíðarhaldi sem virtist alla jafna hafa farið vel í stjörnurnar.

Í Stjörnulífinu á Vísi er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum. 

Plötusnúðurinn Dóra Júlía hvatti Íslendinga til að þvo burt syndir sínar. 

Hanna Rún Bazev átti yndislega páska með fjölskyldunni sinni. 

Kristín Péturs segist vera páskastelpa. 

Tónlistarmaðurinn Auður er þakklátur fyrir Flona. Þeir gáfu út EP plötuna Venus á föstudag.

„Elsku floni minn, takk fyrir að hvetja mig afram. takk fyrir alla orkuna, gleðina og sköpunarkraftinn. fyrir ástina og tónlistina (sem er auðvitað sami hluturinn). fyrir hugrekkið og traustið. til hamingju með plötuna okkar og takk (x1000) fyrir allt.“

Annie Mist birti þessa fallegu fjölskyldumynd frá páskahelginni. 

Sunneva Einars elskar bleikan og búbblur. 

Linda Pé skoðaði gosið með dóttur sinni. Hún heldur úti vinsælu hlaðvarpi samhliða því að vera með markþjálfun undir sama nafni, Lífið með Lindu Pé. 

Pattra slappaði af í sólinni í Grikklandi þar sem hún er búsett. 

Nökkvi Fjalar átti óvenjulega páska. Hann er að taka sjö daga föstu á meðan aðrir borða góðan mat og birta myndir af páskaeggjum. 

Myndlistarkonan Kristín Avon skoðaði Ísland um helgina og skellti sér meðal annars á snjóbretti.

Leikarinn Ólafur Darri eyddi páskunum í sóttkví á hóteli í Sydney í Ástralíu. Hann segist bíða spenntur eftir að geta skoðað borgina. 

Björgvin tók sér ekki hlé frá æfingum um páskana. 

Gulli Helga er spenntur fyrir nýrri þáttaröð af Gulli byggir sem sýnd verður í haust.

Rósa María eyddi helginni á fallega Siglufirði. Hún á nú von á sínu fyrsta barni. 

Söngvarinn Jón Jónsson heimsótti Helga Björns um helgina. 

Helgi Ómars stundaði útivist um helgina með loðnum vini. 

 Fanney Ingvars eyddi helginni í Stykkishólmi með fjölskyldunni. 

Svala Björgvins naut páskanna og birti af sér fallega mynd. 

Tanja Ýr nýtur lífsins í fríi á Miami. Hún býr í Tyrklandi eins og er og gat því ferðast til Bandaríkjanna án nokkurra vandræða. 

Páll Óskar fékk sterk skilaboð úr páskaeggjunum í ár. 

Elísabet Gunnars er í Íslandsheimsókn og átti gæðastundir með börnunum sínum í Hveragerði. 

Söngkonan Sigríður Thorlacius birti mynd af páskakúlunni sinni. 

Camilla Rut hélt upp á barnaafmæli um helgina og sýndi frá undirbúningnum á Instagram.

Bubbi Morthens klæddi sig í gult í tilefni páskanna. 

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir hefði örugglega verið til í einn frídag í viðbót. 

Lilja Gísla fagnaði þrítugsafmælinu sínu og gaf út sitt fyrsta lag, eins og við sögðum frá hér á Vísi. 

Stór vika framundan hjá Katrínu Tönju CrossFit drottningu. 

Lína Birgitta nýtti löngu helgina í upptökur. Hún var að byrja með nýja Instagram þætti sem kallast Spurningalínan. Fyrsti gestur hennar var Sólrún Diego. 

Daði Freyr er þakklátur fyrir góðu viðbrögðin við myndbandinu við Eurovision lagið hans 10 Years. 

Eliza Reed forsetafrú birti myndir af skemmtilegum bollakökum með páskaþema.

Nýbakaða móðirin Fanney Dóra naut helgarinnar með páskaunganum sínum. 


Tengdar fréttir

Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19

„Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×