Masters-matseðill Johnson klár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 11:30 Dustin Johnson er ríkjandi meistari og fékk því að ákveða hvað væri á hinum margrómaða Masters-matseðli í ár. Rob Carr/Getty Images Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins. Hvert ár hittast fyrrum sigurvegarar Masters-mótsins og borða mat sem sigurvegari ársins á undan hefur valið. Hefðin nær aftur til ársins 1952 þegar Ben Hogan stofnaði Meistara-matseðilinn. Var hann ætlaður fyrrum sigurvegurum og heiðursmeðlimum Clifford Roberts og Bobby Jones. Síðan þá hefur matseðillinn verið jafn fjölbreyttur og sigurvegarar mótsins. Tiger Woods bauð til að mynda upp á ostborga og mjólkurhristinga. Þá var til að mynda boðið upp á haggis – skoskt lostgæti – árið 1989. Tiger verður ekki með á mótinu í ár. 20 years after the famous Tiger Slam, Woods absence looms, but his legacy is undeniably present. #themasters pic.twitter.com/sz4kthxbqt— The Masters (@TheMasters) April 5, 2021 Eins og áður sagði hefur sigurvegari mótsins venjulega ár til að undirbúa matseðilinn. Dustin var þó lítið að stressa sig á því að hafa aðeins fjóra mánuði til að undirbúa sig. Undirbúningur hans fólst einungis í því að skrifa matseðilinn niður og nokkuð ljóst að Johnson var löngu búinn að ákveða hvað hann myndi bjóða upp á þegar hann myndi loks fá að velja Masters-matseðilinn. Matseðill Dustins Johnson er í hefðbundnari kantinum. Í forrétt er boðið upp á svín í teppum, humar og „corn fritters.“ Svo er salat hússins eða Ceasar-salat. Meðlæti er kartöflumús og grænmeti. Í aðalrétt er nautakjöt [filet mignon] og maríneraður hafbarri. Að lokum er ferskjubaka eða eplakaka með vanilluís. View this post on Instagram A post shared by Dustin Johnson (@djohnsonpga) Johnson sett met er hann vann Masters í nóvember á síðasta ári. Hann lék á 20 undir pari eftir að hafa farið fyrsta hring á 65 höggum, annan hring á 70 höggum, þriðja hring á 65 höggum og að lokum fjórða hring á 68 höggum. Masters-mótið í golfi hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hvert ár hittast fyrrum sigurvegarar Masters-mótsins og borða mat sem sigurvegari ársins á undan hefur valið. Hefðin nær aftur til ársins 1952 þegar Ben Hogan stofnaði Meistara-matseðilinn. Var hann ætlaður fyrrum sigurvegurum og heiðursmeðlimum Clifford Roberts og Bobby Jones. Síðan þá hefur matseðillinn verið jafn fjölbreyttur og sigurvegarar mótsins. Tiger Woods bauð til að mynda upp á ostborga og mjólkurhristinga. Þá var til að mynda boðið upp á haggis – skoskt lostgæti – árið 1989. Tiger verður ekki með á mótinu í ár. 20 years after the famous Tiger Slam, Woods absence looms, but his legacy is undeniably present. #themasters pic.twitter.com/sz4kthxbqt— The Masters (@TheMasters) April 5, 2021 Eins og áður sagði hefur sigurvegari mótsins venjulega ár til að undirbúa matseðilinn. Dustin var þó lítið að stressa sig á því að hafa aðeins fjóra mánuði til að undirbúa sig. Undirbúningur hans fólst einungis í því að skrifa matseðilinn niður og nokkuð ljóst að Johnson var löngu búinn að ákveða hvað hann myndi bjóða upp á þegar hann myndi loks fá að velja Masters-matseðilinn. Matseðill Dustins Johnson er í hefðbundnari kantinum. Í forrétt er boðið upp á svín í teppum, humar og „corn fritters.“ Svo er salat hússins eða Ceasar-salat. Meðlæti er kartöflumús og grænmeti. Í aðalrétt er nautakjöt [filet mignon] og maríneraður hafbarri. Að lokum er ferskjubaka eða eplakaka með vanilluís. View this post on Instagram A post shared by Dustin Johnson (@djohnsonpga) Johnson sett met er hann vann Masters í nóvember á síðasta ári. Hann lék á 20 undir pari eftir að hafa farið fyrsta hring á 65 höggum, annan hring á 70 höggum, þriðja hring á 65 höggum og að lokum fjórða hring á 68 höggum. Masters-mótið í golfi hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti