Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 14:28 Öryggisgæsla var mikil fyrir utan dómshúsið í Sincan, skammt frá Ankara, í morgun. AP/Burhan Ozbilici Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. AP segir frá því að frá árinu 2017 hafi verið réttað yfir rétt tæplega fimm hundruð manns vegna tilraunarinnar til að söðla undir sig höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Ankara og ríkisútvarpsins TRT, sem og fyrir að neyða sjónvarpsmann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna. Réttað hefur verið yfir mönnum sem sakaðir eru um að tengjast klerkinum Fethullah Gülen sem hefur um árabil verið í sjálfskipaðri sóttkví í Bandaríkjunum og Tyrklandsstjórn sakar um að vera höfuðpaur valdaránsmannanna. Gülen hefur alla tíð hafnað ásökunum tyrkneskra yfirvalda. Lífstíðarfangelsi og engin reynslulausn Dómari dæmdi í dag 32 í lífstíðarfangelsi og þar af fengu sex hörðustu refsingu sem tyrkneskt réttarfar býður upp á, það er lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Í hópi þeirra er fyrrverandi undirofusti sem neyddi fréttamann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna í sjónvarpi, fyrrverandi ofursti sem sakaður var um að hafa stýrt aðgerðunum sem sneru að söðla undir sig ríkisfjölmiðlinum TRT og svo fyrrverandi háttsettur liðsforingi í hernum sem var sagður hafa leitt aðgerðir til að leggja undir sig höfuðstöðvar tyrkneska hersins. Þá var einn dæmdur í 61 árs fangelsi og þá voru 106 dæmdir í á bilinu sex til sextán ára fangelsi. Þá voru nokkrir sýknaðir og enn aðrir voru sakfelldir en ekki dæmdir til fangelsisvistar. Á þriðja hundrað létu lífið Valdaránstilraunin átti sér stað 15. júlí 2015 þegar hópar úr tyrkneska hernum notuðust við skriðdreka, orrustuþotur og þyrlur í tilraun sinni til að steypa stjórn Erdogan. Var sprengt meðal annars við tyrkneska þinghúsið og á nokkrum stöðum í tyrknesku höfuðborginni. Alls lét 251 maður lífið og á þriðja þúsund særðist í götumótmælum dagana á eftir og þá voru 35 meintir þátttakendur í vandaránstilrauninni drepnir. Tyrkland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
AP segir frá því að frá árinu 2017 hafi verið réttað yfir rétt tæplega fimm hundruð manns vegna tilraunarinnar til að söðla undir sig höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Ankara og ríkisútvarpsins TRT, sem og fyrir að neyða sjónvarpsmann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna. Réttað hefur verið yfir mönnum sem sakaðir eru um að tengjast klerkinum Fethullah Gülen sem hefur um árabil verið í sjálfskipaðri sóttkví í Bandaríkjunum og Tyrklandsstjórn sakar um að vera höfuðpaur valdaránsmannanna. Gülen hefur alla tíð hafnað ásökunum tyrkneskra yfirvalda. Lífstíðarfangelsi og engin reynslulausn Dómari dæmdi í dag 32 í lífstíðarfangelsi og þar af fengu sex hörðustu refsingu sem tyrkneskt réttarfar býður upp á, það er lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Í hópi þeirra er fyrrverandi undirofusti sem neyddi fréttamann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna í sjónvarpi, fyrrverandi ofursti sem sakaður var um að hafa stýrt aðgerðunum sem sneru að söðla undir sig ríkisfjölmiðlinum TRT og svo fyrrverandi háttsettur liðsforingi í hernum sem var sagður hafa leitt aðgerðir til að leggja undir sig höfuðstöðvar tyrkneska hersins. Þá var einn dæmdur í 61 árs fangelsi og þá voru 106 dæmdir í á bilinu sex til sextán ára fangelsi. Þá voru nokkrir sýknaðir og enn aðrir voru sakfelldir en ekki dæmdir til fangelsisvistar. Á þriðja hundrað létu lífið Valdaránstilraunin átti sér stað 15. júlí 2015 þegar hópar úr tyrkneska hernum notuðust við skriðdreka, orrustuþotur og þyrlur í tilraun sinni til að steypa stjórn Erdogan. Var sprengt meðal annars við tyrkneska þinghúsið og á nokkrum stöðum í tyrknesku höfuðborginni. Alls lét 251 maður lífið og á þriðja þúsund særðist í götumótmælum dagana á eftir og þá voru 35 meintir þátttakendur í vandaránstilrauninni drepnir.
Tyrkland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira