Innlent

For­maðurinn leiðir lista Sam­fylkingarinnar í Norð­austur­kjör­dæmi

Kjartan Kjartansson skrifar
Efstu frambjóðendurnir fjórir. Frá vinstri: Kjartan Páll Þórarinsson, Hildu Jana Gísladóttir, Logi Einarsson og Eydís Ásbjörnsdóttir.
Efstu frambjóðendurnir fjórir. Frá vinstri: Kjartan Páll Þórarinsson, Hildu Jana Gísladóttir, Logi Einarsson og Eydís Ásbjörnsdóttir. Samfylkingin

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust var samþykktur á fundi kjördæmaráðs flokksins í kvöld. Logi Einarsson, formaður flokksins, leiðir listann sem er sagður hafa verið samþykktur samhljóða.

Annað sæti listans skipar Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, formaður SSNE og fyrrverandi sjónvarpsstjóri N4, en það þriðja Eydís Ásbjörnsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og framhaldsskólakennari. Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Norðurþingi, skipar fjórða sæti listans.

Kristján L. Möller og Svanfríður Jónasdóttir skipa heiðurssæti á listanum. Tuttugu manns eru á listanum en tíu efstu eru eftirfarandi:

  1. Logi Einarsson, Akureyri, Alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar
  2. Hilda Jana Gísladóttir, Akureyri, bæjarfulltrúi og formaður SSNE
  3. Eydís Ásbjörnsdóttir, Eskifirði, framhaldskólakennari og bæjarfulltrúi
  4. Kjartan Páll Þórarinsson, Húsavík, íþrótta- og tómstundafulltrúi
  5. Margrét Benediktsdóttir, Akureyri, háskólanemi
  6. Sigurður Vopni Vatnsdal, Vopnafirði, deildarstjóri á leikskóla
  7. Ísak Már Jóhannesson, Akureyri, umhverfisfræðingur
  8. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, Neskaupstað, skólameistari
  9. Ólafur Haukur Kárason, Siglufirði, byggingameistari
  10. Guðrún Einarsdóttir, Húsavík, hjúkrunarfræðinemi

Listann í heild má sjá á vefsíðu Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×