Viðburðurinn hefst klukkan 12 og er sá þriðji í fyrirlestraröð Tölvunarfræðideild HR og Vísindafélag Íslands um gervigreind. Fylgjast má með viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan.
„Talsvert hefur verið rætt um gervigreind og áhrif hennar á daglegt líf okkar og störf. Dregnar hafa verið upp sviðsmyndir þar sem þessi tækni er sögð vera orðin svo öflug að hún geti leyst flest sem maðurinn gerir í dag og þannig valdið miklu atvinnuleysi.
Gervigreindin muni skrifa fréttir, taka viðtöl, framleiða tölvuleiki, búa til kvikmyndir - og það með hvaða leikara sem er. Einnig að hún muni fara inn í öll okkar tæki og gera okkur kleift að geta talað við öll tækin í umhverfi okkar. Hún komi til með að stjórna verksmiðjum, róbotum, drónum og bílum. Svo mun gervigreindin búa til enn betri gervigreind og á endanum stjórna öllu.
Ótal sögur í þessa veru hafa verið sagðar, en er þetta raunhæft? Hvað getur gervigreind gert í dag og hvernig nýtum við hana á skynsaman og ábyrgan máta?“