Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 08:08 Frá morðvettvangi í London í mars árið 2018. Vísir/EPA Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. Bresk yfirvöld veittu Glushkov pólitískt hæli árið 2010 eftir að rússnesk yfirvöld sökuðu hann um fjársvik þegar hann var aðstoðarforstjóri flugfélagsins Aeroflot. Rússneskur dómstóll dæmdi hann í átta ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt að honum fjarstöddum árið 2017. Glushkov fannst látinn í New Malden í suðvestanverðri London 12. mars árið 2018. Þann dag átti Glushkov, sem var 68 ára gamall, að koma fyrir dómstól í London til að bera af sér sakir. Hann lést viku eftir að eitrað var fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi. Talið er að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi verið þar að verki. Í skýrslu dánardómstjóra kemur nú fram að áverkar á líki Glushkov bendi til þess að haldið hafi verið utan um háls hans og að árásarmaðurinn hafi staðið fyrir aftan hann, að sögn breska ríkisútvarpssins BBC. Svo virðist sem að Glushkov hafi ekki náð að berjast á móti morðingja sínum en engin varnarsár fundust á líkinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins á Glushkov og ekki er ljóst hvers vegna hann var drepinn. Fjöldi gagnrýnenda Pútín forseta, andófsfólks og blaðamanna hefur hins vegar látið lífið við voveiflegar aðstæður á tveggja áratuga valdatíð rússneska forsetans. Glushkov var náinn vinur Borisar Berezovskí, rússnesks auðkýfings og harðs gagnrýnanda Pútín. Hann fannst hengdur á heimili sínu í Berkshire á Englandi árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig dauða hans bar að. Rússland Bretland Tengdar fréttir Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Bresk yfirvöld veittu Glushkov pólitískt hæli árið 2010 eftir að rússnesk yfirvöld sökuðu hann um fjársvik þegar hann var aðstoðarforstjóri flugfélagsins Aeroflot. Rússneskur dómstóll dæmdi hann í átta ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt að honum fjarstöddum árið 2017. Glushkov fannst látinn í New Malden í suðvestanverðri London 12. mars árið 2018. Þann dag átti Glushkov, sem var 68 ára gamall, að koma fyrir dómstól í London til að bera af sér sakir. Hann lést viku eftir að eitrað var fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi. Talið er að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi verið þar að verki. Í skýrslu dánardómstjóra kemur nú fram að áverkar á líki Glushkov bendi til þess að haldið hafi verið utan um háls hans og að árásarmaðurinn hafi staðið fyrir aftan hann, að sögn breska ríkisútvarpssins BBC. Svo virðist sem að Glushkov hafi ekki náð að berjast á móti morðingja sínum en engin varnarsár fundust á líkinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins á Glushkov og ekki er ljóst hvers vegna hann var drepinn. Fjöldi gagnrýnenda Pútín forseta, andófsfólks og blaðamanna hefur hins vegar látið lífið við voveiflegar aðstæður á tveggja áratuga valdatíð rússneska forsetans. Glushkov var náinn vinur Borisar Berezovskí, rússnesks auðkýfings og harðs gagnrýnanda Pútín. Hann fannst hengdur á heimili sínu í Berkshire á Englandi árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig dauða hans bar að.
Rússland Bretland Tengdar fréttir Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51