Körfubolti

Penninn á lofti í Keflavík - Milka áfram næstu tvö árin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dominykas Milka hefur verið einn albesti körfuboltamaður landsins undanfarin ár.
Dominykas Milka hefur verið einn albesti körfuboltamaður landsins undanfarin ár. vísir/daníel

Það er nóg um að vera í Keflavík þó ekki megi spila körfubolta þessa dagana en í gær tilkynnti félagið um sannkallaða fjöldaundirskrift í samningamálum.

Reynslumiklir leikmenn í karlaliði Keflavíkur framlengdu samninga sína við félagið. Fyrirliðinn og landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson undirritaði nýjan þriggja ára samning um leið og einn allra besti leikmaður deildarinnar, Dominykas Milka gerði nýjan tveggja ára samning en þessi litháíski miðherji hefur verið algjör lykilmaður í Keflavík undanfarin tvö ár.

Þá gerði Ágúst Orrason einnig tveggja ára samning en hann hefur verið í stóru hlutverki í sóknarleik Keflavíkur undanfarin ár.

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari liðsins, framlengdi samning sinn um tvö ár og sama má segja um þjálfarateymi kvennaliðs Keflavíkur þar sem þeir Jón Halldór Eðvaldsson og áðurnefndur Hörður Axel munu halda áfram að stýra kvennaliði Keflavíkur næstu tvö árin hið minnsta.

Í tilkynningu Keflavíkur segir að frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum en Keflavík trónir á toppi Dominos deildar karla og deilir toppsætinu með Val í Dominos deild kvenna.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×