Lét sér hvergi bregða þó hann lenti í beinni útsendingu frá gosstað Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2021 12:52 Útsendingar frá gosstað hafa verið vinsælar en óvænt fengu áhorfendur innsýn í útsendingarstúdíó Ríkissjónvarpsins, þar sem Helgi var að undirbúa vðital í Silfrið, fjarfundagest. skáskot Helgi Jóhannesson tæknimaður hjá Ríkissjónvarpinu lét atvikið, það að hann skyldi óvænt vera kominn á skjáinn þar sem sýnt var frá gosstað í beinni, ekki raska ró sinni en segir hugsanlegt að þetta gæti leitt til breytinga í vinnunni. „Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“ Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
„Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“
Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið