Sport

Engir á­horf­endur leyfðir þegar í­þróttir fara af stað á nýjan leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Engir áhorfendur verða leyfðir næstu þrjár vikurnar hið minnsta þó svo að íþróttastarf geti hafist á nýjan leik í vikunni.
Engir áhorfendur verða leyfðir næstu þrjár vikurnar hið minnsta þó svo að íþróttastarf geti hafist á nýjan leik í vikunni. Vísir/Bára

Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaviðburðum þegar íþróttir hér á landi fara af stað á nýjan leik.

Æfingar og keppni í íþróttum verða að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 

Íþróttir verða leyfðar fyrir alla, bæði börn og fullorðna. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-ráðherra staðfesti þetta við Vísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. 

Áhorfendur verða hins vegar ekki leyfðir.

Á vef stjórnarráðs segir:

Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.

Gert er ráð fyrir að settar reglur gildi í þrjár vikur og verður staðan tekin að nýju þá. Það er því ljóst að engir áhorfendur verða á leikjum hér á landi næstu þrjár vikurnar.


Tengdar fréttir

Íþróttir leyfðar að nýju

Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.

Fyrstu fótboltaleikirnir ekki um helgina en fljótlega

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ vinnur nú að tillögum fyrir stjórn sambandsins um það hvenær Íslandsmótið í fótbolta muni hefjast nú þegar ljóst er að íþróttabanni verður aflétt á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×