Veiðimenn fjölmenna við Vífilstaðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2021 14:00 Það getur oft verið þétt við bakkann þegar aðstæður eru réttar í Vífilstaðavatni Mynd: Veiðikortið Vífilstaðavatn opnar ár hvert þann 1. apríl og fyrstu dagana er oft ansi fjölmennt við vatnið ef það er ekki ís á því. Vatnið er að mestu eða öllu leiti íslaust þetta vorið og veiðimenn létu ekki á sér standa og hafa þegar vel hefur viðrað fjölmennt við vatnið. Veiðin er erfið þegar það er kalt en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að bleikjan er að taka. Við vitum um nokkra veiðimenn sem hafa verið að ná í eina eða tvær bleikjur en veiðin í vatninu skánar yfirleitt hratt þegar það hlýnar. Mest hefur verið að veiðast á litlar straumflugur en þó er einn fastakúnni við vatnið sem notar eingöngu púpur og hann hefur fengið þrjár bleikjur þar í vor á litlar púpur og misst nokkrar. Veiðin er sem endranær best sunnan meginn í vatninu og þegar það er fjölmennt er ekki langt á milli manna. Flestir eru þó ekki að gera sér neinar stórar væntingar um miklar veiði heldur frekar er þetta gott til að koma köstunum í gott lag áður en veiðisumarið fer á fullt. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði
Vatnið er að mestu eða öllu leiti íslaust þetta vorið og veiðimenn létu ekki á sér standa og hafa þegar vel hefur viðrað fjölmennt við vatnið. Veiðin er erfið þegar það er kalt en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að bleikjan er að taka. Við vitum um nokkra veiðimenn sem hafa verið að ná í eina eða tvær bleikjur en veiðin í vatninu skánar yfirleitt hratt þegar það hlýnar. Mest hefur verið að veiðast á litlar straumflugur en þó er einn fastakúnni við vatnið sem notar eingöngu púpur og hann hefur fengið þrjár bleikjur þar í vor á litlar púpur og misst nokkrar. Veiðin er sem endranær best sunnan meginn í vatninu og þegar það er fjölmennt er ekki langt á milli manna. Flestir eru þó ekki að gera sér neinar stórar væntingar um miklar veiði heldur frekar er þetta gott til að koma köstunum í gott lag áður en veiðisumarið fer á fullt.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði