Enski boltinn

Aubameyang með malaríu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang er að glíma við hitabeltissjúkdóminn malaríu.
Pierre-Emerick Aubameyang er að glíma við hitabeltissjúkdóminn malaríu. Catherine Ivill/Getty Images

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, greyndi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann sé að glíma við hitabeltissjúkdóminn malaríu. Aubameyang veiktist í landsliðsverkefni með Gabon fyrir nokkrum vikum.

Aubameyang var ekki með Arsenal þegar þeir heimsóttu Slavia Prag í Evrópudeildinni í kvöld. Hann var heldur ekki með gegn Sheffield United síðasta sunnudag, en ástæðan er sú að þessi 31 árs framherji greyndist með malaríu á dögunum.

Aubameyang þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í nokkra daga, en segir að honum sé farið að líða betur.

Einkenni geta komið fram allt að sjö dögum eftir að hafa verið bitinn af sýktri moskítóflugu, en Aubameyang er ekki fyrsti leikmaður Arsenal til að greinast með þennan skæða sjúkdóm. Kolo Toure greindist einnig árið 2008 og var frá í nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×