Hjá „kirkjunnar“ mönnum Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. apríl 2021 08:30 Hér á Vísi var í vikunni sagt frá tveimur hressum prestum austur á landi sem halda úti Kirkjucasti. Þar ræða þeir ýmis mál, s.s um kynlíf, sjálfsfróun og annað sem þeir segja að sé tabú innan kirkjunnar og að stöðva þurfi þöggunarmenningu. Allt gott og gilt og blaðamaðurinn knái Jakob Bjarnar klikkir síðan út með því að segja að hitt og þetta eigi ekki upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Eins og nánast alltaf, er kirkjan sett undir einn og sama hatt. Prestarnir ungu eiga vitanlega við þjóðkirkjuna sem þeir starfa hjá. Við sem kjósum að tilheyra Fríkirkjusöfnuðum megum stöðugt sitja undir kirkjan þetta og kirkjan hitt, þegar í raun er verið er að tala um málefni þjóðkirkjunnar. En Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon er alls varnað, enda augljóslega hræddir við að stíga á einhverjar tær þegar þeir taka það fram að með hlaðvarpi sínu séu þeir ekki að gefa út afstöðu (þjóð)kirkjunnar. Fríkirkjuprestarnir í Hafnarfirði ypptu öxlum þegar þeir voru spurðir um hinn fræga Trans-Jesú á sunnudagaskólaplakatinu. Söfnuðurinn fór heldur ekki af hjörunum og starfið hélt bara áfram í kristilegum náungakærleika eins og það hefur alltaf gert. Fríkirkjan í Hafnarfirði er nefnilega frjáls gerða sinni og lýtur ekki valdi ofan frá. Söfnuðurinn sjálfur ræður för og hann vill að kirkjan sín kallist á við núið, takist á við þær kviku breytingar sem verða á samfélagi mannana á hverjum tíma. Mikið er lagt upp úr fermingarfræðslunni í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Að þar sé fengist við spurningar um lífið og tilveruna á krefjandi en líka uppbyggilegan hátt, þar sem foreldrar taka virkan þátt. Kannski er það einmitt þess vegna, sem að 160-170 ungmenni kjósa að fermast frá Fríkirkjunni ár hvert. Trúarlífi og kristindómnum er mætt eftir þörfum hvers og eins. Þannig er það í Fríkirkjunni. Þar eru allir jafnir og kirkjan stendur fólki opin jafnt í gleði sem sorg. Þó Fríkirkjusöfnuðurinn sé staðsettur í Hafnarfirði er hann líka fyrir aðra og af þeim um 7.500 sem nú tilheyra kirkjunni eru fjölmargir sem búa annars staðar á landinu eða jafnvel í útlöndum. Kirkjucastið er nú samt flott og áfram Benjamín og Dagur! Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hér á Vísi var í vikunni sagt frá tveimur hressum prestum austur á landi sem halda úti Kirkjucasti. Þar ræða þeir ýmis mál, s.s um kynlíf, sjálfsfróun og annað sem þeir segja að sé tabú innan kirkjunnar og að stöðva þurfi þöggunarmenningu. Allt gott og gilt og blaðamaðurinn knái Jakob Bjarnar klikkir síðan út með því að segja að hitt og þetta eigi ekki upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Eins og nánast alltaf, er kirkjan sett undir einn og sama hatt. Prestarnir ungu eiga vitanlega við þjóðkirkjuna sem þeir starfa hjá. Við sem kjósum að tilheyra Fríkirkjusöfnuðum megum stöðugt sitja undir kirkjan þetta og kirkjan hitt, þegar í raun er verið er að tala um málefni þjóðkirkjunnar. En Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon er alls varnað, enda augljóslega hræddir við að stíga á einhverjar tær þegar þeir taka það fram að með hlaðvarpi sínu séu þeir ekki að gefa út afstöðu (þjóð)kirkjunnar. Fríkirkjuprestarnir í Hafnarfirði ypptu öxlum þegar þeir voru spurðir um hinn fræga Trans-Jesú á sunnudagaskólaplakatinu. Söfnuðurinn fór heldur ekki af hjörunum og starfið hélt bara áfram í kristilegum náungakærleika eins og það hefur alltaf gert. Fríkirkjan í Hafnarfirði er nefnilega frjáls gerða sinni og lýtur ekki valdi ofan frá. Söfnuðurinn sjálfur ræður för og hann vill að kirkjan sín kallist á við núið, takist á við þær kviku breytingar sem verða á samfélagi mannana á hverjum tíma. Mikið er lagt upp úr fermingarfræðslunni í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Að þar sé fengist við spurningar um lífið og tilveruna á krefjandi en líka uppbyggilegan hátt, þar sem foreldrar taka virkan þátt. Kannski er það einmitt þess vegna, sem að 160-170 ungmenni kjósa að fermast frá Fríkirkjunni ár hvert. Trúarlífi og kristindómnum er mætt eftir þörfum hvers og eins. Þannig er það í Fríkirkjunni. Þar eru allir jafnir og kirkjan stendur fólki opin jafnt í gleði sem sorg. Þó Fríkirkjusöfnuðurinn sé staðsettur í Hafnarfirði er hann líka fyrir aðra og af þeim um 7.500 sem nú tilheyra kirkjunni eru fjölmargir sem búa annars staðar á landinu eða jafnvel í útlöndum. Kirkjucastið er nú samt flott og áfram Benjamín og Dagur! Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun