Brown með sögulega frammistöðu þegar Boston vann stórveldaslaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 09:29 Leikmenn Los Angeles Lakers réðu ekkert við Jaylen Brown. ap/Ringo H.W. Chiu Boston Celtics sigraði erkifjendur sína í Los Angeles Lakers, 113-121, í stórleik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Jaylen Brown var í miklum ham í liði Boston og skoraði fjörutíu stig og hitti úr sautján af tuttugu skotum sínum. Hann tók einnig níu fráköst. Brown er fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston sem skorar fjörutíu stig í leik og er með 85 prósent skotnýtingu. JAYLEN BROWN COULDN'T MISS @FCHWPO leads the @celtics to 5 straight wins as he becomes the first player in franchise history to score 40+ points on 85.0 FG% or better! pic.twitter.com/7UcBnZr3tW— NBA (@NBA) April 16, 2021 Boston náði mest 27 stiga forskoti en var næstum því búið að kasta henni frá sér undir lokin. Liðið hélt hins vegar út og vann fimmta leikinn í röð. LeBron James og Anthony Davis eru enn fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Talen Horton-Tucker var stigahæstur í liði Lakers með nítján stig en enginn í byrjunarliðinu skoraði meira en átján stig. Milwaukee Bicks lagði Atlanta Hawks að velli, 109-120. Giannis Antetokounmpo sneri aftur í lið Milwaukee eftir sex leikja fjarveru vegna meiðsla og skoraði fimmtán stig. Jrue Holiday var stigahæstur í liði Milwaukee með 23 stig. 23 points & 7 dimes for @Jrue_Holiday11 in the @Bucks W! pic.twitter.com/n4rZ2f0Rdw— NBA (@NBA) April 16, 2021 Stephen Curry heldur áfram að spila eins og engill fyrir Golden State Warriors og skoraði 33 stig þegar liðið vann Cleveland Cavaliers, 101-119, á útivelli. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í níu leikjum í röð. Hann setti met með því að hitta úr 29 þriggja stiga skotum í síðustu þremur leikjum en var frekar kaldur fyrir utan í nótt. Átta fyrstu skot Currys fyrir utan þriggja stiga línuna geiguðu og hann endaði með fjóra þrista í þrettán tilraunum. 33 points for @StephenCurry30.9th straight 30-point game.4th straight @warriors win. pic.twitter.com/6r0OwfNBxu— NBA (@NBA) April 16, 2021 Þá vann Phoenix Suns Sacramento Kings á heimavelli, 122-114. Deandre Ayton skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Ayton hitti úr tíu af ellefu skotum sínum og nýtti öll sex vítaskot sín. 26 PTS 11 REB 10-11 FGM 6-6 FTM@DeandreAyton leads the @Suns to 4 straight wins! pic.twitter.com/daYkBHPd1C— NBA (@NBA) April 16, 2021 Úrslitin í nótt LA Lakers 113-121 Boston Atlanta 109-120 Milwaukee Cleveland 101-119 Golden State Phoenix 122-114 Sacramento NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Jaylen Brown var í miklum ham í liði Boston og skoraði fjörutíu stig og hitti úr sautján af tuttugu skotum sínum. Hann tók einnig níu fráköst. Brown er fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston sem skorar fjörutíu stig í leik og er með 85 prósent skotnýtingu. JAYLEN BROWN COULDN'T MISS @FCHWPO leads the @celtics to 5 straight wins as he becomes the first player in franchise history to score 40+ points on 85.0 FG% or better! pic.twitter.com/7UcBnZr3tW— NBA (@NBA) April 16, 2021 Boston náði mest 27 stiga forskoti en var næstum því búið að kasta henni frá sér undir lokin. Liðið hélt hins vegar út og vann fimmta leikinn í röð. LeBron James og Anthony Davis eru enn fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Talen Horton-Tucker var stigahæstur í liði Lakers með nítján stig en enginn í byrjunarliðinu skoraði meira en átján stig. Milwaukee Bicks lagði Atlanta Hawks að velli, 109-120. Giannis Antetokounmpo sneri aftur í lið Milwaukee eftir sex leikja fjarveru vegna meiðsla og skoraði fimmtán stig. Jrue Holiday var stigahæstur í liði Milwaukee með 23 stig. 23 points & 7 dimes for @Jrue_Holiday11 in the @Bucks W! pic.twitter.com/n4rZ2f0Rdw— NBA (@NBA) April 16, 2021 Stephen Curry heldur áfram að spila eins og engill fyrir Golden State Warriors og skoraði 33 stig þegar liðið vann Cleveland Cavaliers, 101-119, á útivelli. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í níu leikjum í röð. Hann setti met með því að hitta úr 29 þriggja stiga skotum í síðustu þremur leikjum en var frekar kaldur fyrir utan í nótt. Átta fyrstu skot Currys fyrir utan þriggja stiga línuna geiguðu og hann endaði með fjóra þrista í þrettán tilraunum. 33 points for @StephenCurry30.9th straight 30-point game.4th straight @warriors win. pic.twitter.com/6r0OwfNBxu— NBA (@NBA) April 16, 2021 Þá vann Phoenix Suns Sacramento Kings á heimavelli, 122-114. Deandre Ayton skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Ayton hitti úr tíu af ellefu skotum sínum og nýtti öll sex vítaskot sín. 26 PTS 11 REB 10-11 FGM 6-6 FTM@DeandreAyton leads the @Suns to 4 straight wins! pic.twitter.com/daYkBHPd1C— NBA (@NBA) April 16, 2021 Úrslitin í nótt LA Lakers 113-121 Boston Atlanta 109-120 Milwaukee Cleveland 101-119 Golden State Phoenix 122-114 Sacramento NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
LA Lakers 113-121 Boston Atlanta 109-120 Milwaukee Cleveland 101-119 Golden State Phoenix 122-114 Sacramento
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira