Pogba segir Mourinho til syndanna: „Lætur leikmönnum líða eins og þeir séu ekki til“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 12:02 Paul Pogba er hrifnari af þjálfunaraðferðum Ole Gunnars Solskjær en Josés Mourinho. epa/PETER POWELL Paul Pogba lætur José Mourinho heyra það í viðtali við Sky Sports og sakar hann um að hunsa leikmenn og láta þeim líða eins og þeir séu ekki til. Mourinho fékk Pogba til Manchester United fyrir tímabilið 2016-17 og í fyrstu var samband þeirra gott. Fljótlega kastaðist hins vegar í kekki milli þeirra og sambandið var orðið afar slæmt þegar Mourinho var rekinn frá United rétt fyrir jólin 2018. Pogba segist kunna mun betur við þjálfunaraðferðir eftirmanns Mourinhos, Ole Gunnars Solskjær. „Ole er öðruvísi. Hann fer ekki gegn leikmönnunum. Þótt hann velji þá ekki í byrjunarliðið ýtir hann þeim ekki til hliðar eins og þeir séu ekki lengur til. Það er munurinn á Mourinho og Ole,“ sagði Pogba við Sky Sports. „Einu sinni var samband okkar Mourinhos gott eins og allir sáu en næsta dag vissirðu ekki hvað gerðist. Sambandið var skrítið og ég get ekki útskýrt það.“ United vann 1-3 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Eftir leikinn gengu skotin milli þeirra Solskjærs og Mourinhos. Pogba segir að Mourinho hafi þar reynt að dreifa athyglinni frá tapi sinna manna. „Ég veit ekki hvað gerðist en ég er viss um að Mourinho sagði eitthvað sem fengi fólk til að tala. Það er það sem hann gerir,“ sagði Pogba. „Við náðum í úrslitin sem við vildum og við nutum augnabliksins því við þekkjum Mourinho og hvað honum finnst skemmtilegt. Við þurfum ekki á þessu að halda heldur einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við unnum, hann tapaði og vildi ekki tala um leikinn heldur um pabba einhvers. Það er það sem hann gerir. Allir þekkja það, þetta var mjög Mourinho-legt.“ United tekur á móti Burnley á sunnudaginn. Í gær tryggðu Pogba og félagar sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með 2-0 sigri á Granada á Old Trafford. United vann einvígið, 4-0 samanlagt. Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Mourinho fékk Pogba til Manchester United fyrir tímabilið 2016-17 og í fyrstu var samband þeirra gott. Fljótlega kastaðist hins vegar í kekki milli þeirra og sambandið var orðið afar slæmt þegar Mourinho var rekinn frá United rétt fyrir jólin 2018. Pogba segist kunna mun betur við þjálfunaraðferðir eftirmanns Mourinhos, Ole Gunnars Solskjær. „Ole er öðruvísi. Hann fer ekki gegn leikmönnunum. Þótt hann velji þá ekki í byrjunarliðið ýtir hann þeim ekki til hliðar eins og þeir séu ekki lengur til. Það er munurinn á Mourinho og Ole,“ sagði Pogba við Sky Sports. „Einu sinni var samband okkar Mourinhos gott eins og allir sáu en næsta dag vissirðu ekki hvað gerðist. Sambandið var skrítið og ég get ekki útskýrt það.“ United vann 1-3 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Eftir leikinn gengu skotin milli þeirra Solskjærs og Mourinhos. Pogba segir að Mourinho hafi þar reynt að dreifa athyglinni frá tapi sinna manna. „Ég veit ekki hvað gerðist en ég er viss um að Mourinho sagði eitthvað sem fengi fólk til að tala. Það er það sem hann gerir,“ sagði Pogba. „Við náðum í úrslitin sem við vildum og við nutum augnabliksins því við þekkjum Mourinho og hvað honum finnst skemmtilegt. Við þurfum ekki á þessu að halda heldur einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við unnum, hann tapaði og vildi ekki tala um leikinn heldur um pabba einhvers. Það er það sem hann gerir. Allir þekkja það, þetta var mjög Mourinho-legt.“ United tekur á móti Burnley á sunnudaginn. Í gær tryggðu Pogba og félagar sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með 2-0 sigri á Granada á Old Trafford. United vann einvígið, 4-0 samanlagt.
Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira