Zi­yech hetjan er Chelsea tryggði sér sæti í úr­slitum bikarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hakim Ziyech var hetja Chelsea í dag eftir góðan undirbúning Timo Werner.
Hakim Ziyech var hetja Chelsea í dag eftir góðan undirbúning Timo Werner. EPA-EFE/Adam Davy

Leikur dagsins var ekki mikið fyrir augað. Mikið jafnræði var með liðunum og fátt um opin marktækifæri. Það kom því lítið á óvart að staðan væri enn markalaus er flautað var til hálfleiks.

Síðari hálfleikur fer heldur ekki í sögubækurnar en þegar hann var tíu mínútna gamall kom það sem reyndist sigurmark leiksins. Timo Werner fékk þá sendingu inn fyrir vörn Manchester City. Werner var vel vinstra megin við mark Chelsea er hann renndi boltanum fyrir markið og Ziyech skoraði í autt markið.

Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen varði mark Manchester City í dag og staðsetning hans í markinu var vægast sagt undarleg. Tilraunir City til að jafna metin voru jafn máttlausar og þær voru fáar. Lærisveinar Pep Guardiola voru í raun aldrei nálægt því að jafna metin og Chelsea er því komið í úrslit FA-bikarsins í 15. sinn.

Alls hefur liðið átta sinnum orðið meistari og verður að teljast líklegt að liðið vinni bikarinn í níunda sinn nú í ár en það mætir annað hvort Southampton eða Leicester City í úrslitum. Þau mætast í undanúrslitum á morgun. Að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira