Saksóknarar vilja samtök Navalnís á sama stall og ISIS og al-Qaeda Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2021 07:59 Alexei Navalní afplánar nú dóm sinn í alræmdu fangelsi í Rússlandi. AP/Alexander Zemlianichenko Ríkissaksóknarar í Moskvu fóru í gær fram á það við dómara að andspillingarsamtök Alexei Navalní verði sett á lista hryðjuverka- og öfgasamtaka. Slík skilgreining fæli í sér að hægt yrði að dæma aðgerðasinna og fólk sem tekur þátt í mótmælum samtakanna gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta, til langra fangelsisdóma. Samtök Navalnís hafa rannsakað spillingu innan ríkisstjórnar Pútíns og skipulagt mótmæli í Rússlandi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknaranna segir að meðlimir samtakanna reyni að grafa undan Rússlandi og breyta grunni stjórnskipunar þar, undir yfirskini frjálslyndra slagorða. Meðlimir samtakanna eru einnig sakaðir um að reyna að efla til byltingar. Á umræddum lista má finna hin ýmsu samtök eins og Íslamska ríkið, al-Qaeda og Votta Jehóva, samkvæmt frétt Moscow Times. Þar segir einnig að stuðningsmenn Navalnís hafi orðið fyrir sífellt meiri þrýstingi í Rússlandi eftir að stjórnarandstæðingurinn sneri heim frá Þýskalandi en þangað var hann fluttur í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi síðasta sumar. Sjá einnig: Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands og var hann sakaður um að hafa rofið skilorðsdóm frá 2014 með því að fara til Þýskalands. Í kjölfar handtöku Navalní voru haldin umfangsmikil mótmæli víða um Rússland og voru hundruð mótmælenda handteknir. Flestir bandamenn Navalnís standa frammi fyrir ákærum vegna mótmælanna eða hafa flúið land, samkvæmt frétt Reuters. Til að mynda var myndatökumaður sem hafði unnið fyrir Navalní dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í gær fyrir að hafa hvatt til öfgastarfsemi. Ákærurnar gegn honum byggðu á tístum sem hann skrifaði eftir að rússneskur blaðamaður kveikti í sér. Samkvæmt rússneskum miðlum fór myndatökumaðurinn hörðum orðum um Pútín og nokkra af hans helstu bandamönnum og sakaði þá um að bera ábyrgð á dauða konunnar. Bandamenn Navalnís segjast ekki efast um að dómskerfið muni verða við beiðni ríkissaksóknara en segjast ætla að halda áfram á friðsaman og skilvirkan hátt. Versnandi heilsa í fangelsi Navalní er nú í hungurverkfalli í fangelsi og krefst hann þess að fá aðgang að lækni vegna bakverkja og þess að hann er að missa tilfinningu í fótum. Heilsa hans er sögð hafa versnað töluvert á undanförnum vikum. Skrifað var á Instagramsíðu hans nýverið að starfsmenn fangelsinsins stefndu á að þvinga mat ofan í hann. Það vill hann ekki og segist hann sannfærður um að hann megi ekki fá heimsókn frá lækni af ótta við að veikindi hans verði rakinn til nýrrar eitrunar. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. 15. apríl 2021 13:30 Segir Navalní vera að missa tilfinningu í fótleggjum og höndum Heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní hrakar enn og hefur hann verið að missa tilfinningu í fót- og handleggjum. Þetta segir lögfræðingur Navalnís, en Navalní er nú í fanganýlendu þar sem hann afplánar nú dóm vegna fjársvika. 8. apríl 2021 08:27 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Samtök Navalnís hafa rannsakað spillingu innan ríkisstjórnar Pútíns og skipulagt mótmæli í Rússlandi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknaranna segir að meðlimir samtakanna reyni að grafa undan Rússlandi og breyta grunni stjórnskipunar þar, undir yfirskini frjálslyndra slagorða. Meðlimir samtakanna eru einnig sakaðir um að reyna að efla til byltingar. Á umræddum lista má finna hin ýmsu samtök eins og Íslamska ríkið, al-Qaeda og Votta Jehóva, samkvæmt frétt Moscow Times. Þar segir einnig að stuðningsmenn Navalnís hafi orðið fyrir sífellt meiri þrýstingi í Rússlandi eftir að stjórnarandstæðingurinn sneri heim frá Þýskalandi en þangað var hann fluttur í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi síðasta sumar. Sjá einnig: Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands og var hann sakaður um að hafa rofið skilorðsdóm frá 2014 með því að fara til Þýskalands. Í kjölfar handtöku Navalní voru haldin umfangsmikil mótmæli víða um Rússland og voru hundruð mótmælenda handteknir. Flestir bandamenn Navalnís standa frammi fyrir ákærum vegna mótmælanna eða hafa flúið land, samkvæmt frétt Reuters. Til að mynda var myndatökumaður sem hafði unnið fyrir Navalní dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í gær fyrir að hafa hvatt til öfgastarfsemi. Ákærurnar gegn honum byggðu á tístum sem hann skrifaði eftir að rússneskur blaðamaður kveikti í sér. Samkvæmt rússneskum miðlum fór myndatökumaðurinn hörðum orðum um Pútín og nokkra af hans helstu bandamönnum og sakaði þá um að bera ábyrgð á dauða konunnar. Bandamenn Navalnís segjast ekki efast um að dómskerfið muni verða við beiðni ríkissaksóknara en segjast ætla að halda áfram á friðsaman og skilvirkan hátt. Versnandi heilsa í fangelsi Navalní er nú í hungurverkfalli í fangelsi og krefst hann þess að fá aðgang að lækni vegna bakverkja og þess að hann er að missa tilfinningu í fótum. Heilsa hans er sögð hafa versnað töluvert á undanförnum vikum. Skrifað var á Instagramsíðu hans nýverið að starfsmenn fangelsinsins stefndu á að þvinga mat ofan í hann. Það vill hann ekki og segist hann sannfærður um að hann megi ekki fá heimsókn frá lækni af ótta við að veikindi hans verði rakinn til nýrrar eitrunar.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. 15. apríl 2021 13:30 Segir Navalní vera að missa tilfinningu í fótleggjum og höndum Heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní hrakar enn og hefur hann verið að missa tilfinningu í fót- og handleggjum. Þetta segir lögfræðingur Navalnís, en Navalní er nú í fanganýlendu þar sem hann afplánar nú dóm vegna fjársvika. 8. apríl 2021 08:27 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. 15. apríl 2021 13:30
Segir Navalní vera að missa tilfinningu í fótleggjum og höndum Heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní hrakar enn og hefur hann verið að missa tilfinningu í fót- og handleggjum. Þetta segir lögfræðingur Navalnís, en Navalní er nú í fanganýlendu þar sem hann afplánar nú dóm vegna fjársvika. 8. apríl 2021 08:27
Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43
Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29
Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09
Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54