Enski boltinn

Mögnuð tölfræði Everton og Gylfa Þórs

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik fyrir Everton í gærkvöldi og skoraði bæði mörk liðsins.
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik fyrir Everton í gærkvöldi og skoraði bæði mörk liðsins. Matthew Ashton - AMA/Getty Images

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik í liði Everton sem tók á móti Tottenham í gær. Gylfi skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli, og Gylfi hefur nú tryggt 19 stig fyrir þá bláklæddu.

Enn þann dag í dag sér maður stuðningsmenn Everton úti í heimi kvarta yfir því að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki nógu góður fyrir liðið. Gylfi hefur svarað þessum gagnrýnisröddum inni á vellinum með nokkrum frábærum frammistöðum.

Gylfi Þór jafnaði metin fyrir Everton af vítapunktinum í gær, áður en hann kom heimamönnum yfir þegar hann kláraði flotta sókn þeirra með fallegri afgreiðslu.

Netmiðillinn gaf Gylfa Þór átta í einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Tottenham, en enginn leikmaður Everton fékk hærri einkunn. 

Áhugaverð tölfræði birtist á Twitter í gærkvöldi, en þar kemur fram að mörk Gylfa í deildinni hafi tryggt Everton hvorki meira né minna en 19 stig á tímabilinu, meira en nokkur annar leikmaður liðsins. Án þessara marka sæti Everton í 17. sæti deildarinnar, en ekki því áttunda. Þó að fótbolti sé kannski ekki alveg svona einfaldur þá er gaman að velta þessu fyrir sér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×