Formúla 1

Verstappen sigraði Emilia Romagna kappaksturinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Max Verstappen kom, sá og sigraði í dag.
Max Verstappen kom, sá og sigraði í dag. EPA-EFE/Kamran Jebreili / Pool

Mikil rigning í upphafi keppninnar setti sinn svip á keppnina í dag, en Lewis Hamilton, sem var á ráspól, þurfti að klóra sig aftur upp í annað sætið eftir sjaldgæf mistök.

Verstappen var nánast búinn að missa sigurinn frá sér, en þegar keppnin fór aftur af stað eftir rautt flagg var Belginn nálægt því að missa bílinn í snúning. Verstappen bjargaði sér og jók forskot sitt jafnt og þétt.

Hamilton virtist hafa gefið sínum aðal keppinaut mikið forskot þegar hann missti stjórn á bílnum þegar hann reyndi að hringa George Russell.

Russell og Valtteri Bottas lentu í slæmum árekstri einum hring seinna og þegar keppnin hófst á ný náði Hamilton að klóra sig úr áttunda sæti, upp í annað sæti. 

Hamilton bjargaði því nokkrum stigum fyrir sig og sitt lið, en hann heldur toppsætinu eftir að hann fékk stig fyrir fljótasta hringinn á Emilia Romagna.

Þetta var annar kappakstur tímabilsins, og það stefnir strax í æsispennandi sumar milli Lewis Hamilton og Max Verstappen. Næsta keppni er í Portugal eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×