Sport

Klopp fyrir tveimur árum: „Ég vona að ofurdeildin verði aldrei að veruleika“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp hefur engan áhuga á að mæta Real Madrid í hverju einasta tímabili.
Jürgen Klopp hefur engan áhuga á að mæta Real Madrid í hverju einasta tímabili. epa/Juanjo Martin

Í tilefni stofnunnar ofurdeildar Evrópu hafa ummæli Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, um slíka deild frá 2019 verið rifjuð upp.

Liverpool er með tólf stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Þrjú félög eiga eftir að bætast í þann hóp en þau geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Fimm félög til viðbótar taka svo þátt í deildinni á hverju tímabili.

Ofurdeildin hefur verið lengi í smíðum og fyrir tveimur árum var Klopp spurður um ágæti slíkrar deildar.

„Ég vona að ofurdeildin verði aldrei að veruleika. Hvernig Meistaradeildin er núna, þá er fótboltinn með frábæra vöru, jafnvel með Evrópudeildina,“ sagði Klopp.

„Fyrir mér er Meistaradeildin ofurdeildin þar sem þú spilar ekki alltaf við sömu liðin. Af hverju ættum við að búa til deild þar sem Liverpool og Real Madrid mætast tíu ár í röð. Hver vill sjá það á hverju ári?“

Viðbrögðin við ofurdeildinni hafa verið heldur dræm en forsprakkar hennar hafa verið sakaðir um græðgi og að vera í litlum sem engum tengslum við stuðningsmenn félaganna.

Strákarnir hans Klopps mæta Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×