Xi vill sanngjarnari heimsstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 10:48 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Ju Peng Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því málefnum heimsins yrðu stýrt á sanngjarnari máta og að ríki heimsins legðu ekki tálma á önnur. Hann kallaði eftir aukinni ráðfærslu milli ríkja á alþjóðasviðinu og sagði að aðskilnaður og útskúfun á heimsmarkaði væri ekki jákvæð. Þetta kom fram í ávarpi forsetans sem birt var á árlegri fjármálaráðstefnu í Asíu í morgun. Í ávarpinu sagði Xi heiminn vilja réttlæti en ekki yfirráð fárra ríkja. Xi nefndi Bandaríkin aldrei á nafn en ljóst þykir að ávarpið beindist gegn Bandaríkjamönnum. „Málefnum heimsins á að vera stýrt af öllum í gegnum ráðfærslu,“ sagði Xi. „Reglurnar eiga ekki að vera gerðar af einu eða fleiri ríkjum og þvingaðar á alla aðra.“ Sjá einnig: Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Kínverjar hafa kallað eftir breytingum á stjórnkerfi heimsins og hafa krafist stærra hlutverks til marks við stöðu ríkisins sem næst stærsta hagkerfi heims. Ráðamenn íl Kína eru sömuleiðis reiðir út í Bandaríkin og segja ríkið standa í vegi Kína. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa versnað til muna á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru ummæli Xi ekki í samræmi við aðgerðir Kínverja víða. Má þar nefna ólöglegt tilkall ríkisins til nánast alls Suður-Kínahafs, og landamæradeilur við Japan, Filippseyjar, Indland og önnur ríki. Sjá einnig: Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Xi hét því að Kína myndi aldrei sækjast eftir yfirburðum yfir öðrum ríkjum, sama hvernig ríkið þróaðist, og myndi ekki vilja víkka út landamæri sín eða taka þátt í vopnakapphlaupum. Kína er það ríkið sem ver næst mestu til varnarmála í heiminum hafa Kínverjar staðið í umfangsmikilli nútímavæðingu á herafla sínum undanfarin ár. Þá vinnur ríkið að þróun langdrægra eldflauga, kafbáta, orrustuþota og alls konar vopnum, eins og önnur ríki. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum árum lýst yfir áhyggjum af hraðri þróun hers Kína. Þá talaði Xi fyrir áframhaldandi hnattvæðingu og gegn útskúfun og aðskilnaði á heimsmarkaði. Hann sagði að það að reisa veggi í alþjóðaviðskiptum kæmi niður á öllum. Bandaríkin og önnur ríki hafa sakað Kína um ósanngjarna viðskiptahætti. Ríkisstjórn Joes Bidens hefur ýtt á önnur lýðræðisríki að taka harðari afstöðu gagnvart Kína. Á föstudaginn ræddi Biden við Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, og var Kína þar efst á lista umræðuefna. Biden og Suga sammæltust um að ríkin myndu vinna saman í þróun 5G samskiptakerfa, gervigreindar og varðandi framboð hálfleiðara, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt Reuters-fréttaveitunnar segir að samhliða því að Bandaríkin eigi í viðræðum við önnur lýðræðisríki, efli Kínverjar samskipti sín við einræðisríki og smærri ríki í Suðaustur-Asíu, sem er efnahagslega háð Kína. Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. 18. apríl 2021 09:45 Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. 17. apríl 2021 20:31 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15. apríl 2021 12:51 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi forsetans sem birt var á árlegri fjármálaráðstefnu í Asíu í morgun. Í ávarpinu sagði Xi heiminn vilja réttlæti en ekki yfirráð fárra ríkja. Xi nefndi Bandaríkin aldrei á nafn en ljóst þykir að ávarpið beindist gegn Bandaríkjamönnum. „Málefnum heimsins á að vera stýrt af öllum í gegnum ráðfærslu,“ sagði Xi. „Reglurnar eiga ekki að vera gerðar af einu eða fleiri ríkjum og þvingaðar á alla aðra.“ Sjá einnig: Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Kínverjar hafa kallað eftir breytingum á stjórnkerfi heimsins og hafa krafist stærra hlutverks til marks við stöðu ríkisins sem næst stærsta hagkerfi heims. Ráðamenn íl Kína eru sömuleiðis reiðir út í Bandaríkin og segja ríkið standa í vegi Kína. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa versnað til muna á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru ummæli Xi ekki í samræmi við aðgerðir Kínverja víða. Má þar nefna ólöglegt tilkall ríkisins til nánast alls Suður-Kínahafs, og landamæradeilur við Japan, Filippseyjar, Indland og önnur ríki. Sjá einnig: Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Xi hét því að Kína myndi aldrei sækjast eftir yfirburðum yfir öðrum ríkjum, sama hvernig ríkið þróaðist, og myndi ekki vilja víkka út landamæri sín eða taka þátt í vopnakapphlaupum. Kína er það ríkið sem ver næst mestu til varnarmála í heiminum hafa Kínverjar staðið í umfangsmikilli nútímavæðingu á herafla sínum undanfarin ár. Þá vinnur ríkið að þróun langdrægra eldflauga, kafbáta, orrustuþota og alls konar vopnum, eins og önnur ríki. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum árum lýst yfir áhyggjum af hraðri þróun hers Kína. Þá talaði Xi fyrir áframhaldandi hnattvæðingu og gegn útskúfun og aðskilnaði á heimsmarkaði. Hann sagði að það að reisa veggi í alþjóðaviðskiptum kæmi niður á öllum. Bandaríkin og önnur ríki hafa sakað Kína um ósanngjarna viðskiptahætti. Ríkisstjórn Joes Bidens hefur ýtt á önnur lýðræðisríki að taka harðari afstöðu gagnvart Kína. Á föstudaginn ræddi Biden við Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, og var Kína þar efst á lista umræðuefna. Biden og Suga sammæltust um að ríkin myndu vinna saman í þróun 5G samskiptakerfa, gervigreindar og varðandi framboð hálfleiðara, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt Reuters-fréttaveitunnar segir að samhliða því að Bandaríkin eigi í viðræðum við önnur lýðræðisríki, efli Kínverjar samskipti sín við einræðisríki og smærri ríki í Suðaustur-Asíu, sem er efnahagslega háð Kína.
Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. 18. apríl 2021 09:45 Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. 17. apríl 2021 20:31 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15. apríl 2021 12:51 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira
Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. 18. apríl 2021 09:45
Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. 17. apríl 2021 20:31
Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15
Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15. apríl 2021 12:51
Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29