Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 13:00 Guardiola sagði sína skoðun á ofurdeildinni á blaðamannafundi í dag. EPA-EFE/Tibor Illyes Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. „Ég hef ekki allar upplýsingarnar, hef raunar ekki það miklar upplýsingar en ef þú spyrð mig af hverju þessi lið voru valin til að spila í þessari keppni þá get ég ekki svarað því þar sem ég veit ekki ástæðuna. Íþrótt, það er ekki íþrótt ef tengingin milli þess sem þú leggur á þig og þess sem þú uppskerð er ekki til. Það er einfaldlega ekki íþrótt,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum og var augljóslega mikið niðri fyrir. Hann hélt áfram. „Það er ekki íþrótt ef árangurinn er þegar tryggður. Það er ekki íþrótt ef það skiptir engu máli hvort þú tapir. Þess vegna – eins og ég hef margoft sagt – vil ég að bestu keppnirnar séu eins sterkar og mögulegt er, enska úrvalsdeildin er dæmi um það. Það er ekki sanngjarnt þegar eitt lið berst og berst, kemst á toppinn en fær ekki þátttökurétt [í ofurdeild eða Meistaradeild] því það er búið að tryggja nokkrum liðum sæti þar.“ "It is not sport if the relationship between the effort and reward doesn't exist." "It is not sport if it doesn't matter if you lose"Pep Guardiola shares his thoughts on the European Super League pic.twitter.com/Qy7gJMYdUW— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Svona líður mér. Ég veit ekki hvað breytist og fólk segir að það verði fjögur eða fimm lið sem geti unnið sér inn þátttökurétt og þar með spilað í þessari keppni. En hvað gerist fyrir hin 14-15 liðin sem þurfa ekki að spila vel og fá samt alltaf að vera með [í ofurdeildinni]. Þetta er því ekki íþrótt, þetta er eitthvað annað,“ sagði Guardiola að endingu. Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30 Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
„Ég hef ekki allar upplýsingarnar, hef raunar ekki það miklar upplýsingar en ef þú spyrð mig af hverju þessi lið voru valin til að spila í þessari keppni þá get ég ekki svarað því þar sem ég veit ekki ástæðuna. Íþrótt, það er ekki íþrótt ef tengingin milli þess sem þú leggur á þig og þess sem þú uppskerð er ekki til. Það er einfaldlega ekki íþrótt,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum og var augljóslega mikið niðri fyrir. Hann hélt áfram. „Það er ekki íþrótt ef árangurinn er þegar tryggður. Það er ekki íþrótt ef það skiptir engu máli hvort þú tapir. Þess vegna – eins og ég hef margoft sagt – vil ég að bestu keppnirnar séu eins sterkar og mögulegt er, enska úrvalsdeildin er dæmi um það. Það er ekki sanngjarnt þegar eitt lið berst og berst, kemst á toppinn en fær ekki þátttökurétt [í ofurdeild eða Meistaradeild] því það er búið að tryggja nokkrum liðum sæti þar.“ "It is not sport if the relationship between the effort and reward doesn't exist." "It is not sport if it doesn't matter if you lose"Pep Guardiola shares his thoughts on the European Super League pic.twitter.com/Qy7gJMYdUW— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Svona líður mér. Ég veit ekki hvað breytist og fólk segir að það verði fjögur eða fimm lið sem geti unnið sér inn þátttökurétt og þar með spilað í þessari keppni. En hvað gerist fyrir hin 14-15 liðin sem þurfa ekki að spila vel og fá samt alltaf að vera með [í ofurdeildinni]. Þetta er því ekki íþrótt, þetta er eitthvað annað,“ sagði Guardiola að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30 Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36
Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. 20. apríl 2021 11:30
Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. 20. apríl 2021 11:02