NBA dagsins: Kerr agndofa yfir frammistöðu listamannsins Currys Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 15:00 Stephen Curry bauð upp á skotsýningu í Fíladelfíu. getty/Rich Schultz Þrátt fyrir að vera 33 ára og hafa misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla hefur Stephen Curry sennilega aldrei spilað betur en upp á síðkastið. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira