NBA dagsins: Kerr agndofa yfir frammistöðu listamannsins Currys Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 15:00 Stephen Curry bauð upp á skotsýningu í Fíladelfíu. getty/Rich Schultz Þrátt fyrir að vera 33 ára og hafa misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla hefur Stephen Curry sennilega aldrei spilað betur en upp á síðkastið. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira