Fótbolti

Aðeins fjögur eftir í ofurdeildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Diego Simeone og leikmenn hans hjá Atlético Madrid hafa lýst yfir ánægju með þá ákvörðun ráðamanna félagsins að hætta við ofurdeildina.
Diego Simeone og leikmenn hans hjá Atlético Madrid hafa lýst yfir ánægju með þá ákvörðun ráðamanna félagsins að hætta við ofurdeildina. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno

Aðeins fjögur knattspyrnufélög hafa ekki lýst því formlega yfir að þau séu hætt við að koma á fót evrópsku ofurdeildinni.

Spænska félagið Atlético Madrid og ítalska félagið Inter Mílanó sendu frá sér yfirlýsingar nú í morgun og sögðust hætt við nýju keppnina. Áður höfðu ensku félögin sex (Manchester City, Chelsea, Arsenal, Liverpool, Manchester United og Tottenham) öll lýst því yfir að þau væru hætt við.

Þá hefur Andrea Agnelli, forseti Juventus, viðurkennt að ekkert verði af stofnun ofurdeildarinnar, að minnsta kosti að sinni.

Auk Juventus eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid, og AC Milan, ekki búin að lýsa því yfir að þau séu hætt við stofnun ofurdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×