Herra Hnetusmjör hættur við mótmæli í bili Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 13:05 Herra Hnetusmjör hefur gengið fram fyrir skjöldu sem ötull talsmaður þess að landamærunum sé lokað í sóttvarnaskyni. Vísir Ekkert verður af áformum rapparans Herra Hnetusmjör um að stífla Reykjanesbrautina í mótmælaskyni í bili. Eftir að frumvarp um skylduvist á sóttkvíarhóteli fyrir ákveðna hópa var samþykkt í gær, telur rapparinn mótmæli ekki nauðsynleg „AÐ SVÖ STÖDDU“, eins og hann skrifaði í hástöfum á hringrás sinni á Instagram um hádegisbil í dag. Áformin virðast þó aðeins geymd, en ekki gleymd. „Það er greinilegt að það er hópur fólks sem fylgist grannt með gangi smita í gegnum landamærin og er fljótur að láta í sér heyra ef þess þarf,“ skrifar rapparinn, Árni Páll Árnason. Yfirlýsing rappara um frumvarp um sóttvarnalög og útlendinga.Instagram Það sem fékk Árna til að hverfa frá boðuðum mótmælum var að hans sögn ákvæði sem kveður á um að sóttvarnalæknir skilgreini helstu hááhættusvæðin fyrir heilbrigðisráðherra, svo að hægt sé að skikka farþega frá þeim á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. „Það hefur sýnt sig að um leið og ríkisstjórnin hefur reynt að taka ákvarðanir sjálf án innleggs frá Þórólfi þá fer allt í steik. Almannahagsmunir eru númer eitt og ég tel að með þessari skýru breytingu verða þeir hafðir að leiðarljósi,“ skrifar rapparinn. Herra Hnetusmjör kynnti fyrst hugmyndir sínar um að stífla landamærin í viðtali í síðustu viku en þær hafa síðan mætt harðri gagnrýni, meðal annars frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar. Hann sagði áformin ógeðfelld. Upphaflega var krafa rapparans að landamærunum yrði lokað, eins og það var orðað, til þess að veiran rataði ekki inn í landið í sama mæli og hún hefur verið að gera vegna ferðamanna sem rjúfa sóttkví. Að mati Herra Hnetusmjörs hefur að nokkru leyti verið orðið við því með breytingum frumvarpsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Eftir að frumvarp um skylduvist á sóttkvíarhóteli fyrir ákveðna hópa var samþykkt í gær, telur rapparinn mótmæli ekki nauðsynleg „AÐ SVÖ STÖDDU“, eins og hann skrifaði í hástöfum á hringrás sinni á Instagram um hádegisbil í dag. Áformin virðast þó aðeins geymd, en ekki gleymd. „Það er greinilegt að það er hópur fólks sem fylgist grannt með gangi smita í gegnum landamærin og er fljótur að láta í sér heyra ef þess þarf,“ skrifar rapparinn, Árni Páll Árnason. Yfirlýsing rappara um frumvarp um sóttvarnalög og útlendinga.Instagram Það sem fékk Árna til að hverfa frá boðuðum mótmælum var að hans sögn ákvæði sem kveður á um að sóttvarnalæknir skilgreini helstu hááhættusvæðin fyrir heilbrigðisráðherra, svo að hægt sé að skikka farþega frá þeim á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. „Það hefur sýnt sig að um leið og ríkisstjórnin hefur reynt að taka ákvarðanir sjálf án innleggs frá Þórólfi þá fer allt í steik. Almannahagsmunir eru númer eitt og ég tel að með þessari skýru breytingu verða þeir hafðir að leiðarljósi,“ skrifar rapparinn. Herra Hnetusmjör kynnti fyrst hugmyndir sínar um að stífla landamærin í viðtali í síðustu viku en þær hafa síðan mætt harðri gagnrýni, meðal annars frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar. Hann sagði áformin ógeðfelld. Upphaflega var krafa rapparans að landamærunum yrði lokað, eins og það var orðað, til þess að veiran rataði ekki inn í landið í sama mæli og hún hefur verið að gera vegna ferðamanna sem rjúfa sóttkví. Að mati Herra Hnetusmjörs hefur að nokkru leyti verið orðið við því með breytingum frumvarpsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07