Domino's svarar og sendir Spaðanum sneið Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 20:13 Domino's í Kringlunni og Spaðinn í Kópavogi. Vísir Orðsendingar hafa gengið á víxl á milli íslenskra flatbökurisa í dag. Lotan hófst með yfirlýsingum Þórarins Ævarssonar, stofnanda Spaðans, um að hann hefði í hyggju að setja Domino’s á hausinn á fimm árum. Þessi áform reifaði Þórarinn í viðtali í fréttaþætti Morgunblaðsins og þegar hann talaði um misheppnaða tilraun sína til að kaupa Domino's: „Í staðinn fyrir að taka fimm ár í að koma Domino’s á hausinn, sem ég mun gera, hugsaði ég með mér, frekar gleypi ég þá og breyti markaðnum.“ Ummæli Þórarins hafa vakið nokkra athygli og þar hlaut að koma að Domino’s bæri hönd fyrir höfuð sér. Fyrirtækið skrifaði rétt í þessu færslu á Facebook, þar sem það sagðist vera „stoltur stuðningsaðili allra sem elska Domino’s í spað.“ Nýleg auglýsingaherferð fyrirtækisins gengur út á að það sé stoltur stuðningsaðili alls sem hreyfist. Þetta er nýjasta útspilið í henni og liggur beinast við að skilja það sem glóðvolga sneið til hins vígreifa Þórarins, sem var reyndar starfsmaður Domino’s á Íslandi í áraraðir. Þórarinn leiddi hóp fjárfesta í tilraun til að kaupa Domino’s-keðjuna eins og hún leggur sig hér á landi þegar hún var til sölu á dögunum. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu, þannig að nú tekur hann hinn valkostinn, sem er að keyra það í þrot. Matur Veitingastaðir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. 29. mars 2021 07:26 Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. 13. janúar 2021 07:09 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þessi áform reifaði Þórarinn í viðtali í fréttaþætti Morgunblaðsins og þegar hann talaði um misheppnaða tilraun sína til að kaupa Domino's: „Í staðinn fyrir að taka fimm ár í að koma Domino’s á hausinn, sem ég mun gera, hugsaði ég með mér, frekar gleypi ég þá og breyti markaðnum.“ Ummæli Þórarins hafa vakið nokkra athygli og þar hlaut að koma að Domino’s bæri hönd fyrir höfuð sér. Fyrirtækið skrifaði rétt í þessu færslu á Facebook, þar sem það sagðist vera „stoltur stuðningsaðili allra sem elska Domino’s í spað.“ Nýleg auglýsingaherferð fyrirtækisins gengur út á að það sé stoltur stuðningsaðili alls sem hreyfist. Þetta er nýjasta útspilið í henni og liggur beinast við að skilja það sem glóðvolga sneið til hins vígreifa Þórarins, sem var reyndar starfsmaður Domino’s á Íslandi í áraraðir. Þórarinn leiddi hóp fjárfesta í tilraun til að kaupa Domino’s-keðjuna eins og hún leggur sig hér á landi þegar hún var til sölu á dögunum. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu, þannig að nú tekur hann hinn valkostinn, sem er að keyra það í þrot.
Matur Veitingastaðir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. 29. mars 2021 07:26 Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. 13. janúar 2021 07:09 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. 29. mars 2021 07:26
Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. 13. janúar 2021 07:09