Ævintýralegar lokamínútur á Anfield 24. apríl 2021 13:30 Joe Willock tryggði Newcastle stig í blálokin. Getty Images/David Klein Joe Willock tryggði Newcastle stig með marki í uppbótartíma gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 1-1 urðu úrslit leiksins eftir dramatískan lokakafla. Liverpool mátti illa við að misstíga sig í Meistaradeildarbaráttunni eftir svekkjandi 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöldið. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, blés til sóknar þar sem Diogo Jota, Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino voru allir í byrjunarliði þeirra rauðklæddu. Sóknin skilaði snemma árangri þar sem Mohamed Salah veitti Liverpool forystuna eftir aðeins þriggja mínútna leik með glæsilegu marki. Ciaran Clark mistókst þá að skalla fyrirgjöf Sadio Mané frá, boltinn fór upp í loftið innan teigs, þar sem Salah tók boltann tók hann vel niður er hann sneri á varnarmann Newcastle í leiðinni og þrumaði boltanum upp í þaknetið. Liverpool var með tögl og hagldir það sem eftir lifði leiks er Newcastle var með allt lið sitt bakvið boltann og freistaði þess að beita skyndisóknum. Þrátt fyrir góðar sóknarstöður og færi tókst Liverpool ekki að bæta við og bitlaus sóknarleikur Newcastle skilaði litlu. Það var allt þar til í uppbótartíma þegar vörn Liverpool sofnaði á verðinum sem varð þess valdandi að Callum Wilson slapp í gegn. Alisson Becker varði skot hans, en þaðan fór boltinn aftur í Wilson og í netið. Myndbandsdómarar í Stockley Park í Lundúnum mátu það hins vegar sem svo að boltinn hefði farið í hönd Wilsons og dæmdu markið því af. VAR virtist því hafa skorið Liverpool úr snörunni en Newcastle-menn létu mótlætið ekki á sig fá. Þegar mínúta var komin yfir uppgefinn uppbótartíma barst boltinn Joe Willock, lánsmanns Newcastle frá Arsenal, og hann kom boltanum, löglega, fram hjá Alisson í markinu. 1-1 jafntefli því niðurstaðan eftir ævintýralegar lokamínútur. Liverpool tapar því enn stigum en Newcastle stígur annað stórt skref í átt að áframhaldandi veru í deildinni að ári. Liverpool er með 54 stig í sjötta sæti, stigi á eftir Chelsea og West Ham United sem eru í sætunum fyrir ofan. Tottenham er í sjöunda með 53 stig. Öll þrjú eiga þau leik inni á Liverpool. Newcastle er í 15. Sæti með 36 stig. Enski boltinn
Joe Willock tryggði Newcastle stig með marki í uppbótartíma gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 1-1 urðu úrslit leiksins eftir dramatískan lokakafla. Liverpool mátti illa við að misstíga sig í Meistaradeildarbaráttunni eftir svekkjandi 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöldið. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, blés til sóknar þar sem Diogo Jota, Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino voru allir í byrjunarliði þeirra rauðklæddu. Sóknin skilaði snemma árangri þar sem Mohamed Salah veitti Liverpool forystuna eftir aðeins þriggja mínútna leik með glæsilegu marki. Ciaran Clark mistókst þá að skalla fyrirgjöf Sadio Mané frá, boltinn fór upp í loftið innan teigs, þar sem Salah tók boltann tók hann vel niður er hann sneri á varnarmann Newcastle í leiðinni og þrumaði boltanum upp í þaknetið. Liverpool var með tögl og hagldir það sem eftir lifði leiks er Newcastle var með allt lið sitt bakvið boltann og freistaði þess að beita skyndisóknum. Þrátt fyrir góðar sóknarstöður og færi tókst Liverpool ekki að bæta við og bitlaus sóknarleikur Newcastle skilaði litlu. Það var allt þar til í uppbótartíma þegar vörn Liverpool sofnaði á verðinum sem varð þess valdandi að Callum Wilson slapp í gegn. Alisson Becker varði skot hans, en þaðan fór boltinn aftur í Wilson og í netið. Myndbandsdómarar í Stockley Park í Lundúnum mátu það hins vegar sem svo að boltinn hefði farið í hönd Wilsons og dæmdu markið því af. VAR virtist því hafa skorið Liverpool úr snörunni en Newcastle-menn létu mótlætið ekki á sig fá. Þegar mínúta var komin yfir uppgefinn uppbótartíma barst boltinn Joe Willock, lánsmanns Newcastle frá Arsenal, og hann kom boltanum, löglega, fram hjá Alisson í markinu. 1-1 jafntefli því niðurstaðan eftir ævintýralegar lokamínútur. Liverpool tapar því enn stigum en Newcastle stígur annað stórt skref í átt að áframhaldandi veru í deildinni að ári. Liverpool er með 54 stig í sjötta sæti, stigi á eftir Chelsea og West Ham United sem eru í sætunum fyrir ofan. Tottenham er í sjöunda með 53 stig. Öll þrjú eiga þau leik inni á Liverpool. Newcastle er í 15. Sæti með 36 stig.