90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 12:31 Stuðningsmenn Tottenham mótmæltu stjórn félagsins fyrir leik liðsins við Southampton í miðri viku. MB Media/Getty Images/Sebastian Frej Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. Tottenham var eitt sex enskra liða í tólf félaga hópi sem stóð að stofnunni, en hugmyndirnar voru fljótt skotnar niður af stuðningsmönnum víða um heim. Tottenham, líkt og fleiri liðanna, sögðu sig frá deildinni á þriðjudag. Stuðningsmannafélagið, Tottenham Hotspur Supporters' Trust, sem er lýðræðislega skipuð eining með það að markmiði að treysta sambandið milli félagsins og stuðningsmanna hélt félagafund í gærkvöld þar sem ofurdeildin var tekin fyrir. 90% fundarmanna kusu þar með því að kalla eftir afsögn stjórnar félagsins. Ákallið eftir afsögn er rökstudd með eftirfarandi hætti í yfirlýsingu hópsins: „Afleiðingar ákvörðunar þeirra um að reyna við stofnun þessarar deildar gæti nú leitt til þungra refsinga - stigafrádráttur, bann frá keppnum, fjársektir, eða aðrar refsingar,“ „Þeir tóku þátt í þessu vitandi það, og vitandi að þeir hættu á bann leikmanna frá alþjóðlegum keppnum.“ Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að félagið telji samband milli stuðningsmanna og félagsins vera varanlega brostið. Aðgerðirnar hafi valdið Tottenham alþjóðlegri niðurlægingu. Mikil pressa er á Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.Getty Images/Clive Rose Erfið vika er að baki hjá félaginu þar sem José Mourinho var vikið úr sæti knattspyrnustjóra síðasta laugardag. Stuðningsmenn eygja þó ljósglætu þar sem Tottenham hefur tök á að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2008 er það mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á morgun. Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 15:30 á morgun, sunnudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Tengdar fréttir Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46 Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Tottenham var eitt sex enskra liða í tólf félaga hópi sem stóð að stofnunni, en hugmyndirnar voru fljótt skotnar niður af stuðningsmönnum víða um heim. Tottenham, líkt og fleiri liðanna, sögðu sig frá deildinni á þriðjudag. Stuðningsmannafélagið, Tottenham Hotspur Supporters' Trust, sem er lýðræðislega skipuð eining með það að markmiði að treysta sambandið milli félagsins og stuðningsmanna hélt félagafund í gærkvöld þar sem ofurdeildin var tekin fyrir. 90% fundarmanna kusu þar með því að kalla eftir afsögn stjórnar félagsins. Ákallið eftir afsögn er rökstudd með eftirfarandi hætti í yfirlýsingu hópsins: „Afleiðingar ákvörðunar þeirra um að reyna við stofnun þessarar deildar gæti nú leitt til þungra refsinga - stigafrádráttur, bann frá keppnum, fjársektir, eða aðrar refsingar,“ „Þeir tóku þátt í þessu vitandi það, og vitandi að þeir hættu á bann leikmanna frá alþjóðlegum keppnum.“ Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að félagið telji samband milli stuðningsmanna og félagsins vera varanlega brostið. Aðgerðirnar hafi valdið Tottenham alþjóðlegri niðurlægingu. Mikil pressa er á Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.Getty Images/Clive Rose Erfið vika er að baki hjá félaginu þar sem José Mourinho var vikið úr sæti knattspyrnustjóra síðasta laugardag. Stuðningsmenn eygja þó ljósglætu þar sem Tottenham hefur tök á að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2008 er það mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á morgun. Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 15:30 á morgun, sunnudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46 Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46
Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01
Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54