Enski boltinn

Watford upp í úrvalsdeildina eftir stutt stopp

Valur Páll Eiríksson skrifar
Watford féll úr úrvalsdeildinni síðasta sumar en eru nú komnir aftur upp í fyrstu tilraun.
Watford féll úr úrvalsdeildinni síðasta sumar en eru nú komnir aftur upp í fyrstu tilraun. Getty Images/Richard Heathcote

Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að ári með 1-0 sigri á Millwall, félagi Jóns Daða Böðvarssonar. Watford fer því upp eftir aðeins eina leiktíð í Championship-deildinni.

Watford hafði fyrir leik dagsins myndað töluvert bil niður í næstu lið fyrir neðan og ljóst að sigur myndi duga til úrvalsdeildarsætis. Mark Senegalans Ismaila Sarr úr vítaspyrnu eftir ellefu mínútna leik dugði liðinu til 1-0 sigurs og því hægt að ganga að sæti á meðal þeirra bestu sem vísu.

Watford er með 88 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Norwich. Sex stig eru í pottinum og eiga Watford-menn enn tölfræðilegan möguleika á því að vinna deildina.

Jón Daði kom ekki við sögu og sat allan leikinn á varamannabekk Millwall.

Getty Images/Richard Heathcote

Fyrr í dag vann Brentford 1-0 útisigur á Bournemouth í umspilsslag. Liðin í 3.-6. sæti fara í fjögurra liða umspil um sæti í úrvalsdeildinni en sigur Brenford tryggði þeim eitt sætanna fjögurra. Reading er í sjöunda sæti, því neðsta sem ekki veitir umspilssæti, átta stigum frá Swansea sem er í sjötta sætinu með 76 stig.

Þau eigast við klukkan 11:00 á morgun en sigur Swansea mun tryggja þeim, auk Barnsley og Bournemouth sem eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar, sæti í umspilinu með Brentford.

Úrslit dagsins í Championship-deildinni:

Bournemouth 0-1 Brentford

Barnsley 1-0 Rotherham United

Blackburn Rovers 5-2 Huddersfield Town

Cardiff City 2-1 Wycombe Wanderers

Coventry City 0-1 Preston North End

Derby County 1-2 Birmingham City

Middlesbrough 3-1 Sheffield Wednesday

Nottingham Forest 1-1 Stoke City

QPR 1-3 Norwich City

Watford 1-0 Millwall




Fleiri fréttir

Sjá meira


×