Enski boltinn

Bruce eftir dóm­­gæsluna á Anfi­eld: „Hræði­­legur dómur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruce skilur ekkert í Klopp.
Bruce skilur ekkert í Klopp. Clive Brunskill/Getty Images

Steve Bruce, stjóri Newcastle, var ekki sáttur með dómgæsluna á Anfield í dag er Newcastle gerði 1-1 jafntefli við ríkjandi Englandsmeistara í Liverpool.

Liverpool komst yfir snemma leiks en í síðari hálfleik virtist Newcastle hafa jafnað metin. Markið var þó dæmt af vegna þess að boltinn fór í hönd Callum Wilson í aðdragandanum.

Hann var þó með höndina alveg inn að kroppnum. Þrátt fyrir það var markið dæmt af en skömmu síðar náðu þó gestirnir frá Newcastle að jafna.

„Við verðum að gera eitthvað við VAR og þessa reglu en þetta er reglan sem gerir VAR erfitt fyrir. Hver býr til reglurnar?“ sagði Bruce og hélt áfram:

„Við erum nægilega góð til þess að stöðva Ofurdeildina, svo getum við ekki búið til okkar reglur í ensku úrvalsdeildinni? Þetta var hræðilegur dómur því við hefðum getað unnið 2-1.“

Newcastle er nú með 36 stig og er níu stigum frá fallsæti, svo það þarf mikið að gerast svo að liðið falli úr deild þeirra bestu.


Tengdar fréttir

Ævintýralegar lokamínútur á Anfield

Joe Willock tryggði Newcastle stig með marki í uppbótartíma gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 1-1 urðu úrslit leiksins eftir dramatískan lokakafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×