Enski boltinn

Snið­ganga sam­fé­lags­miðla um næstu helgi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool og Leeds eru á meðal þeirra sem sniðganga samfélagsmiðla um komandi helgi.
Liverpool og Leeds eru á meðal þeirra sem sniðganga samfélagsmiðla um komandi helgi. EPA-EFE/Paul Ellis

Enskur fótbolti hefur tekið þá ákvörðun að sniðganga samfélagsmiðla um næstu helgi til að mótmæla áreiti á leikmenn sem á sér stað á miðlunum.

Félög í Premier League, English Football League og Women's Super League munu sniðganga miðlana um næstu helgi.

Frá klukkan 15.00 á föstudag og fram til klukkan 23.59, að breskum tíma á mánudag munu félögin láta miðlana vera.

Mikið hefur verið rætt og ritað um áreitið sem leikmenn verða fyrir á samfélagsmiðlum en reglulega er greint frá því að leikmenn verði fyrir barðinu á netníðingum.

Því hafa félögin ákveðið að standa saman og er þetta liður í bardaga þeirra gegn samfélagsmiðlum.

Félögunum hefur fundist miðlarnir ekki hafa barist nægilega mikið gegn áreitinu sem leikmenn verða fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×