Halla segir orðræðu Þorsteins um verkalýðshreyfinguna „ljótt áróðursbragð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 12:56 Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sakar verkalýðshreyfinguna um að afneita staðreyndum um áhrif launahækkana á efnahagsþróun og samkeppnishæfni. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Þorstein beita ljótum áróðursbrögðum. Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira