Kremlverjar láta loka skrifstofum samtaka Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 14:04 Ljúbov Sobol, stuðningskona Navalní, mætti fyrir dóm í Mosvku í morgun. Hún er ein fjölda stjórnarandstæðinga sem yfirvöld handtóku á mótmælum til stuðnings Navalní í síðustu viku. Stjórnvöld í Kreml leyfa takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg fyrir fram. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld létu loka skrifstofu samtaka Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu á meðan beðið er úrskurðar dómstóls um hvort að samtökin verði skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í dag. Samtök Navalní berjast gegn spillingu í Rússlandi. Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40