Sældarlífinu lauk í New York og toppliðið tapaði aftur fyrir einu lakasta liðinu Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 07:31 Devin Booker fórnar höndum í leiknum gegn New York Knicks í gærkvöld þar sem Phoenix Suns höfðu þó að lokum betur. AP/Elsa Devin Booker undi sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði séð til þess að magnaðri níu leikja sigurgöngu New York Knicks lyki í nótt. Booker lék allan lokaleikhlutann og endaði með 33 stig í 118-110 sigri Phoenix Suns á Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Chris Paul skoraði sjö síðustu stig Phoenix í leiknum og gerði út um leikinn með þristi af löngu færi. Chris Paul puts the game away from deep at MSG! pic.twitter.com/x288QBb1nn— NBA (@NBA) April 27, 2021 Þetta var fimmti og síðasti leikur Phoenix á ferð um Bandaríkin þar sem liðið mætti fjórum efstu liðum austurdeildarinnar. Phoenix er nú einum leik á eftir Utah Jazz á toppi vesturdeildarinnar því Utah tapaði aftur fyrir Minnesota Timberwolves, 105-104. Minnesota er með næstfæsta sigra í NBA-deildinni í vetur, á ekki einu sinni fræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en hefur nú unnið topplið Utah tvisvar á þremur dögum. Minnesota hefur raunar fagnað sigri í öllum þremur innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni. Mike Conley kom Utah í 104-103 þegar 6,4 sekúndur voru eftir en sá tími dugði Ricky Rubio til að koma boltanum á D'Angelo Russell sem kórónaði 27 stiga leik sinn með sigurkörfu. Úrslitin í nótt: Detroit 100-86 Atlanta Orlando 103-114 LA Lakers Philadelphia 121-90 Oklahoma Washington 143-146 San Antonio (e. framl.) New York 110-118 Phoenix Toronto 112-96 Cleveland Miami 102-110 Chicago Minnesota 105-104 Utah New Orleans 120-103 LA Clippers Denver 120-96 Memphis Sacramento 113-106 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Booker lék allan lokaleikhlutann og endaði með 33 stig í 118-110 sigri Phoenix Suns á Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Chris Paul skoraði sjö síðustu stig Phoenix í leiknum og gerði út um leikinn með þristi af löngu færi. Chris Paul puts the game away from deep at MSG! pic.twitter.com/x288QBb1nn— NBA (@NBA) April 27, 2021 Þetta var fimmti og síðasti leikur Phoenix á ferð um Bandaríkin þar sem liðið mætti fjórum efstu liðum austurdeildarinnar. Phoenix er nú einum leik á eftir Utah Jazz á toppi vesturdeildarinnar því Utah tapaði aftur fyrir Minnesota Timberwolves, 105-104. Minnesota er með næstfæsta sigra í NBA-deildinni í vetur, á ekki einu sinni fræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en hefur nú unnið topplið Utah tvisvar á þremur dögum. Minnesota hefur raunar fagnað sigri í öllum þremur innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni. Mike Conley kom Utah í 104-103 þegar 6,4 sekúndur voru eftir en sá tími dugði Ricky Rubio til að koma boltanum á D'Angelo Russell sem kórónaði 27 stiga leik sinn með sigurkörfu. Úrslitin í nótt: Detroit 100-86 Atlanta Orlando 103-114 LA Lakers Philadelphia 121-90 Oklahoma Washington 143-146 San Antonio (e. framl.) New York 110-118 Phoenix Toronto 112-96 Cleveland Miami 102-110 Chicago Minnesota 105-104 Utah New Orleans 120-103 LA Clippers Denver 120-96 Memphis Sacramento 113-106 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Detroit 100-86 Atlanta Orlando 103-114 LA Lakers Philadelphia 121-90 Oklahoma Washington 143-146 San Antonio (e. framl.) New York 110-118 Phoenix Toronto 112-96 Cleveland Miami 102-110 Chicago Minnesota 105-104 Utah New Orleans 120-103 LA Clippers Denver 120-96 Memphis Sacramento 113-106 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira