„Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2021 07:37 Boris hefur þverneitað fyrir að hafa látið ummælin falla. epa/Neil Hall Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sætir nú auknum þrýstingi eftir að breskir miðlar greindu frá því í gær að hann hefði sagt að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að grípa aftur til harðra sóttvarnaðgerða. Mikil reiði greip um sig vegna málsins, ekki síst af hálfu þeirra sem misst hafa ástvin sökum Covid-19, en forsætisráðherrann og stuðningsmenn hans hafa neitað því að hann hafi nokkurn tímann sagt annað eins. Ummælin eru sögð hafa fallið að loknum fundi í Downing-stræti í nóvember síðastliðnum, þegar Johnson sá sig tilneyddan til að fyrirskipa fjögurra vikna sóttvarnaðgerðir vegna uppsveiflu í kórónuveirufaraldrinum. „Engin fleiri fokking útgöngubönn; leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ á Johnson að hafa sagt. Fjöldi miðla hefur greint frá atvikinu en að sögn heimildarmanns Guardian voru ummælin látin falla fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans, í viðurvist nokkurra einstaklinga. Annar heimildarmaður, sem var ekki viðstaddur, segir að um þau hafi verið rætt á síðasta ári en sá heyrði að Johnson hefði sagt: „Engin fleiri fokking útgöngubönn; skítt með afleiðingarnar“. Þrátt fyrir staðfasta neitun frá Johnson og talsmanni hans greindi BBC frá atvikinu og sagðist hafa fengið það staðfest að þau hefðu fallið eftir heitar umræður í Downing-stræti. Andstæðingar Johnson hafa gagnrýnt hann harðlega í kjölfarið og sagt hann hafa náð botninum með því að gera lítið úr þeim 127 þúsund sem hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi. Þá hafa samtök aðstandenda sem hafa misst ástvini úr Covid-19 sagt ummælin eins og að fá hnefahögg í magann og hafa magnað reiði þeirra vegna þeirra svara stjórnvalda að ekki verði hægt að hefja rannsókn á viðbrögðum yfirvalda vegna faraldursins á næstu mánuðum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Mikil reiði greip um sig vegna málsins, ekki síst af hálfu þeirra sem misst hafa ástvin sökum Covid-19, en forsætisráðherrann og stuðningsmenn hans hafa neitað því að hann hafi nokkurn tímann sagt annað eins. Ummælin eru sögð hafa fallið að loknum fundi í Downing-stræti í nóvember síðastliðnum, þegar Johnson sá sig tilneyddan til að fyrirskipa fjögurra vikna sóttvarnaðgerðir vegna uppsveiflu í kórónuveirufaraldrinum. „Engin fleiri fokking útgöngubönn; leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ á Johnson að hafa sagt. Fjöldi miðla hefur greint frá atvikinu en að sögn heimildarmanns Guardian voru ummælin látin falla fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans, í viðurvist nokkurra einstaklinga. Annar heimildarmaður, sem var ekki viðstaddur, segir að um þau hafi verið rætt á síðasta ári en sá heyrði að Johnson hefði sagt: „Engin fleiri fokking útgöngubönn; skítt með afleiðingarnar“. Þrátt fyrir staðfasta neitun frá Johnson og talsmanni hans greindi BBC frá atvikinu og sagðist hafa fengið það staðfest að þau hefðu fallið eftir heitar umræður í Downing-stræti. Andstæðingar Johnson hafa gagnrýnt hann harðlega í kjölfarið og sagt hann hafa náð botninum með því að gera lítið úr þeim 127 þúsund sem hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi. Þá hafa samtök aðstandenda sem hafa misst ástvini úr Covid-19 sagt ummælin eins og að fá hnefahögg í magann og hafa magnað reiði þeirra vegna þeirra svara stjórnvalda að ekki verði hægt að hefja rannsókn á viðbrögðum yfirvalda vegna faraldursins á næstu mánuðum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira