Líflegt við Elliðavatn í gær Karl Lúðvíksson skrifar 27. apríl 2021 09:49 Urriði úr Elliðavatni. Mynd frá 2019 Mynd: Atli Bergman Það var þvílík blíða og fallegt veður við Elliðavatn í gær og veiðimenn létu sig ekki vanta við bakkann síðdegis í gær. Það voru fínar aðstæður við vatnið í gær og þegar það lægði alveg sáust margar uppítökur víða um vatnið. Fyrstu toppflugurnar sáust við vatnið í gær að okkur vitandi og það var það sem silungurinn var að sækjast í . Þeir sem kunna vel á vatnið voru flestir að setja í fisk og þeir sem áttu besta kvöldið voru yfirleitt að nota þurrflugu eða púpur sem líkja eftir toppflugu að klekjast út í yfirborðinu. Það er nokkurn veginn sama hvar var drepið niður fæti, það var líflegt um allt vatn. Þingnesið var mjög líflegt sem og allur bakkinn frá Þingnesi að Elliðavatnsbænum. Helluvatn kraumaði á tímabili og það sáust ansi vænir urriðar þar inn á milli eins til tveggja punda fiskana sem vatnið er hvað þekktast fyrir. Veðurspáin fyrir vikuna er ágæt svo síðdegisveiðin gæti klárlega verið málið enda lítið má að skjótast eftir vinnu og taka nokkur köst við vatnið. Það má rétt skjóta á þá sem eru að byrja að veiða við vatnið að nota langa og granna tauma. Ef það er verið að nota púpur að draga þær löturhægt inn og eins er gott að vera með tökuvara. Stangveiði Mest lesið Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði "Ég er ákaflega svekktur" Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Hlíðarvatn gaf aðeins 725 bleikjur í fyrrasumar Veiði Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Lax-á hefur söluna í Ásgarði Veiði
Það voru fínar aðstæður við vatnið í gær og þegar það lægði alveg sáust margar uppítökur víða um vatnið. Fyrstu toppflugurnar sáust við vatnið í gær að okkur vitandi og það var það sem silungurinn var að sækjast í . Þeir sem kunna vel á vatnið voru flestir að setja í fisk og þeir sem áttu besta kvöldið voru yfirleitt að nota þurrflugu eða púpur sem líkja eftir toppflugu að klekjast út í yfirborðinu. Það er nokkurn veginn sama hvar var drepið niður fæti, það var líflegt um allt vatn. Þingnesið var mjög líflegt sem og allur bakkinn frá Þingnesi að Elliðavatnsbænum. Helluvatn kraumaði á tímabili og það sáust ansi vænir urriðar þar inn á milli eins til tveggja punda fiskana sem vatnið er hvað þekktast fyrir. Veðurspáin fyrir vikuna er ágæt svo síðdegisveiðin gæti klárlega verið málið enda lítið má að skjótast eftir vinnu og taka nokkur köst við vatnið. Það má rétt skjóta á þá sem eru að byrja að veiða við vatnið að nota langa og granna tauma. Ef það er verið að nota púpur að draga þær löturhægt inn og eins er gott að vera með tökuvara.
Stangveiði Mest lesið Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði "Ég er ákaflega svekktur" Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Hlíðarvatn gaf aðeins 725 bleikjur í fyrrasumar Veiði Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Lax-á hefur söluna í Ásgarði Veiði