Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2021 12:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku finni það fyrir einkennum. Vísir/Vilhelm Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. Sextán greindust smitaðir í gær og tengist meirihluti smitanna hópsmitinu í Ölfusi. Aðrir tengjast hópsmitinu á Jörfa. Þrettán voru í sóttkví en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir allan gang á því hversu lengi sóttkví hafði staðið yfir. Varðandi útbreiðslu segir hann jákvætt að tilfellin megi rekja til hópsmitanna. „En þetta er náttúrulega alltaf eitthvað útbreitt þar sem þetta er dálítið vítt í kringum þessi hópsmit og þá eru það aðilar sem ekki hafa komið upp í smitrakningunni sjálfri og eru þannig að greinast þegar við erum að fara út í víðtækar sýnatökur í kringum þessi tilfelli,“ segir Þórólfur. Grunnskólinn á Þorlákshöfn er lokaður í dag og flestir foreldrar héldu leikskólabörnum heima til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.Vísir/Vilhelm Hann segir stöðuna ekki gefa tilefni til þess að herða aðgerðir. „Það virðist vera sem það takist að halda þessu í horfinu með þessum aðgerðum sem eru í gangi núna. En það virðist þó ætla að taka einhvern lengi tíma að ná að útrýma þessu.“ Hann segir marga með lítil einkenni og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Hópsmitið á Suðurlandi megi meðal annars rekja til þess að fólk hafi ekki brugðist nógu snemma við því. „Það má allavega rekja það til þess að fólk hefur ekki farið í sýnatöku þegar fólk er búið að vera með einkenni í töluverðan tíma og er í vinnunni og annars staðar. Við höfum verið að klifa á því töluverðan tíma að fólk virkilega gæti að sér og fari í sýnatöku við minnsta tilefni. Það er greinilegt að fólk er ekki alveg að fara eftir því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Sextán greindust smitaðir í gær og tengist meirihluti smitanna hópsmitinu í Ölfusi. Aðrir tengjast hópsmitinu á Jörfa. Þrettán voru í sóttkví en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir allan gang á því hversu lengi sóttkví hafði staðið yfir. Varðandi útbreiðslu segir hann jákvætt að tilfellin megi rekja til hópsmitanna. „En þetta er náttúrulega alltaf eitthvað útbreitt þar sem þetta er dálítið vítt í kringum þessi hópsmit og þá eru það aðilar sem ekki hafa komið upp í smitrakningunni sjálfri og eru þannig að greinast þegar við erum að fara út í víðtækar sýnatökur í kringum þessi tilfelli,“ segir Þórólfur. Grunnskólinn á Þorlákshöfn er lokaður í dag og flestir foreldrar héldu leikskólabörnum heima til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.Vísir/Vilhelm Hann segir stöðuna ekki gefa tilefni til þess að herða aðgerðir. „Það virðist vera sem það takist að halda þessu í horfinu með þessum aðgerðum sem eru í gangi núna. En það virðist þó ætla að taka einhvern lengi tíma að ná að útrýma þessu.“ Hann segir marga með lítil einkenni og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Hópsmitið á Suðurlandi megi meðal annars rekja til þess að fólk hafi ekki brugðist nógu snemma við því. „Það má allavega rekja það til þess að fólk hefur ekki farið í sýnatöku þegar fólk er búið að vera með einkenni í töluverðan tíma og er í vinnunni og annars staðar. Við höfum verið að klifa á því töluverðan tíma að fólk virkilega gæti að sér og fari í sýnatöku við minnsta tilefni. Það er greinilegt að fólk er ekki alveg að fara eftir því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira