Rússi fékk loks lausn úr kínverskum sjónvarpsþætti Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 14:30 Vladislav Ívanóv hefur lengi kallað eftir því að áhorfendur hætti að greiða honum atkvæði. Þeir hlustuðu ekki. Rússneskur maður er loksins laus úr kínverskum raunveruleikasjónvarpsþætti eftir að hafa beðið um að fá að hætta í þrjá mánuði. Hinn 27 ára gamli Vladislav Ívanóv vann sem túlkur við þættina Produce Camp 2021 og var boðið að taka þátt í leitinni að mönnum í nýja strákahljómsveit. Ívanóv þáði boðið en sá fljótt eftir því, þar sem hann gat hvorki sungið né dansað. Hann segir forsvarsmenn þáttanna hafa boðið honum að taka þátt vegna útlits hans. Hann skrifaði þó undir samning og gat ekki hætt sjálfur. Því bað hann áhorfendur ítrekað um að greiða sér ekki atkvæði sín samhliða því að hann söng og dansaði í þáttunum af litlum áhuga. Hann hafði lýst tíma sínum í þættinum sem fangavist. „Ég vona að dómararnir styðji mig ekki. Þó aðrir vilji fá A í einkunn, vill ég fá F því það stendur fyrir frelsi,“ hefur South China Morning Post eftir Ívanóv. Hér má sjá það þegar Ívanóv, sem kallast Lelush í þáttunum, komst að því að hann hefði náð í úrslitin. Hann virtist ekki sáttur. Eftir að ljóst var að hann komst í úrslitin sagðist Ívanóv hræddur um að enda fastur í lífi sem hann vildi engan veginn. Kallaði hann enn eina ferðina eftir því að áhorfendur hættu að veita honum atkvæði sín. Beiðnir Ívanóv til áhorfenda voru hunsaðar lengi. Í þrjá mánuði var Ívanóv neyddur til að stíga á svið allt þar til í úrslitunum, sem voru nú um helgina. Þá loksins var hann rekinn heim af áhorfendum. Hér má sjá síðustu sviðsframkomu Ívanóv. Í þáttunum sem um ræðir var fjölda þátttakenda komið fyrir á eyju og símar þeirra teknir af þeim. Ef einhver vildi fara þyrfti sá að greiða háa sekt. Þátttakendurnir eru látnir keppa sín á milli um hylli áhorfenda en þættir sem þessir eru gífurlega vinsælir í Kína, samkvæmt frétt Guardian. Bíó og sjónvarp Tónlist Kína Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ívanóv þáði boðið en sá fljótt eftir því, þar sem hann gat hvorki sungið né dansað. Hann segir forsvarsmenn þáttanna hafa boðið honum að taka þátt vegna útlits hans. Hann skrifaði þó undir samning og gat ekki hætt sjálfur. Því bað hann áhorfendur ítrekað um að greiða sér ekki atkvæði sín samhliða því að hann söng og dansaði í þáttunum af litlum áhuga. Hann hafði lýst tíma sínum í þættinum sem fangavist. „Ég vona að dómararnir styðji mig ekki. Þó aðrir vilji fá A í einkunn, vill ég fá F því það stendur fyrir frelsi,“ hefur South China Morning Post eftir Ívanóv. Hér má sjá það þegar Ívanóv, sem kallast Lelush í þáttunum, komst að því að hann hefði náð í úrslitin. Hann virtist ekki sáttur. Eftir að ljóst var að hann komst í úrslitin sagðist Ívanóv hræddur um að enda fastur í lífi sem hann vildi engan veginn. Kallaði hann enn eina ferðina eftir því að áhorfendur hættu að veita honum atkvæði sín. Beiðnir Ívanóv til áhorfenda voru hunsaðar lengi. Í þrjá mánuði var Ívanóv neyddur til að stíga á svið allt þar til í úrslitunum, sem voru nú um helgina. Þá loksins var hann rekinn heim af áhorfendum. Hér má sjá síðustu sviðsframkomu Ívanóv. Í þáttunum sem um ræðir var fjölda þátttakenda komið fyrir á eyju og símar þeirra teknir af þeim. Ef einhver vildi fara þyrfti sá að greiða háa sekt. Þátttakendurnir eru látnir keppa sín á milli um hylli áhorfenda en þættir sem þessir eru gífurlega vinsælir í Kína, samkvæmt frétt Guardian.
Bíó og sjónvarp Tónlist Kína Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira