Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 22:21 Rannsókn brasilíska þingsins gæti leitt til þess að Bolsonaro forseti (f.m.) verði kærður fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur ekki aðeins lagst gegn sóttvarnaaðgerðum alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir heldur hefur hann reynt að fella aðgerðir einstakra ríkja úr gildi fyrir dómstólum. Vísir/EPA Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. Fleiri en fjórtán milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Brasilíu samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro forseti hefur frá upphafi gert lítið úr alvarleika faraldursins og gagnrýnt samkomutakmarkanir, grímuskyldu og bólusetningar. Forsetinn hefur jafnvel tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum eigin ríkisstjórnar. Stuðningur við Bolsonaro hefur hrunið samhliða því sem holskefla smitaðra sligar heilbrigðiskerfi landsins. Sjúkrahús eru yfirfull og fólk deyr á meðan það bíður eftir að fá meðferð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir það situr forsetinn fast við sinn keip og leggst gegn samkomutakmörkunum með þeim rökum að efnahagslega höggið vegna þeirra væri verra en veiran sjálf. Hæstiréttur landsins skipaði fyrir um að öldungadeild þingsins skyldi rannsaka viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. Þingnefnd kannar meðal annars hvers vegna svo hægt gengur að afla bóluefna, hvernig ríkisstjórnin gerði lítið úr alvarleika faraldursins, talaði fyrir notkun lyfja sem ekki var sýnt fram á að gögnuðust gegn Covid-19 og skort á lækningabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá beinist rannsóknin að því hvort að Bolsonaro hafi vísvitandi leyft faraldrinum að grassera í því skyni að ná hjarðónæmi í landinu og hvort að þjóðarmorð hafi verið framið á frumbyggjum í Amasonfrumskóginum þegar sérlega banvænt afbrigði veirunnar fékk að geisa á meðal þeirra stjórnlaust. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Fleiri en fjórtán milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Brasilíu samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro forseti hefur frá upphafi gert lítið úr alvarleika faraldursins og gagnrýnt samkomutakmarkanir, grímuskyldu og bólusetningar. Forsetinn hefur jafnvel tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum eigin ríkisstjórnar. Stuðningur við Bolsonaro hefur hrunið samhliða því sem holskefla smitaðra sligar heilbrigðiskerfi landsins. Sjúkrahús eru yfirfull og fólk deyr á meðan það bíður eftir að fá meðferð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir það situr forsetinn fast við sinn keip og leggst gegn samkomutakmörkunum með þeim rökum að efnahagslega höggið vegna þeirra væri verra en veiran sjálf. Hæstiréttur landsins skipaði fyrir um að öldungadeild þingsins skyldi rannsaka viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. Þingnefnd kannar meðal annars hvers vegna svo hægt gengur að afla bóluefna, hvernig ríkisstjórnin gerði lítið úr alvarleika faraldursins, talaði fyrir notkun lyfja sem ekki var sýnt fram á að gögnuðust gegn Covid-19 og skort á lækningabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá beinist rannsóknin að því hvort að Bolsonaro hafi vísvitandi leyft faraldrinum að grassera í því skyni að ná hjarðónæmi í landinu og hvort að þjóðarmorð hafi verið framið á frumbyggjum í Amasonfrumskóginum þegar sérlega banvænt afbrigði veirunnar fékk að geisa á meðal þeirra stjórnlaust.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33