Gummi Ben um breytinguna á Pepsi Max Stúkunni: Þetta er bara nútíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 16:40 Guðmundur Benediktsson stýrir áfram Pepsi Max Stúkunni í sumar. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og félagar fara aftur af stað með Pepsi Max stúkuna í kvöld en þá verður spáð í spilin fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira