Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2021 23:55 Umfangsmikil skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag. Vísir/Egill Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. Þetta kemur fram í færslu frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra sem hann birtir á Facebook í kvöld. Áður lá fyrir að þrettán væru í einangrun smitaðir af covid-19 og 97 voru í sóttkví. „Fyrir skömmu bárust mér upplýsingar um að komnar væru fyrstu upplýsingar úr skimun dagsins. Eitt sýni af þeim sem búið var að greina var jákvætt (staðfest Covidsmit). Því miður lágu ekki fyrir hversu stórt hlutfall væri búið að greina. Tölur um það berast vonandi fyrir hádegi á morgun,“ skrifar Elliði. Elliði þakkar bæjarbúum fyrir að taka þátt í því verkefni að hefta frekari útbreiðslu smits í bænum. „Engar íþróttaæfingar barna verða þessa vikuna og mun sundlaugin og ræktin verða lokuð a.m.k. fram á föstudag. Þá er bókasafnið einnig lokað og gestakoma bönnuð á öðrum stofnunum bæjarins. Leikskólinn Bergheimar veitir áfram lágmarksþjónustu. Í morgun voru einungis 3 börn mætt. Takk foreldrar fyrir að sýna í verki skilning á stöðunni,“ skrifar Elliði. Hann kveðst einnig vera hrærður yfir samstöðu og krafti bæjarbúa. „Ég tel mig skilja það betur núna hvernig það er að vera knattspyrnustjóri hjá Barcelona, besta félagsliði í heimi. Ég er nefnilega bæjarstjóri í besta bæ í heimi.“ Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra sem hann birtir á Facebook í kvöld. Áður lá fyrir að þrettán væru í einangrun smitaðir af covid-19 og 97 voru í sóttkví. „Fyrir skömmu bárust mér upplýsingar um að komnar væru fyrstu upplýsingar úr skimun dagsins. Eitt sýni af þeim sem búið var að greina var jákvætt (staðfest Covidsmit). Því miður lágu ekki fyrir hversu stórt hlutfall væri búið að greina. Tölur um það berast vonandi fyrir hádegi á morgun,“ skrifar Elliði. Elliði þakkar bæjarbúum fyrir að taka þátt í því verkefni að hefta frekari útbreiðslu smits í bænum. „Engar íþróttaæfingar barna verða þessa vikuna og mun sundlaugin og ræktin verða lokuð a.m.k. fram á föstudag. Þá er bókasafnið einnig lokað og gestakoma bönnuð á öðrum stofnunum bæjarins. Leikskólinn Bergheimar veitir áfram lágmarksþjónustu. Í morgun voru einungis 3 börn mætt. Takk foreldrar fyrir að sýna í verki skilning á stöðunni,“ skrifar Elliði. Hann kveðst einnig vera hrærður yfir samstöðu og krafti bæjarbúa. „Ég tel mig skilja það betur núna hvernig það er að vera knattspyrnustjóri hjá Barcelona, besta félagsliði í heimi. Ég er nefnilega bæjarstjóri í besta bæ í heimi.“
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira