Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 18:18 Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu. Hann áfrýjaði dómi sem hann hlaut fyrir meiðyrði í garð uppgjafarhermanns í febrúar. Dómari hafnaði áfrýjuninni. AP/Svæðisdómstóll Bubiskinskí Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57