Hætti í fótbolta eftir að mótherji gerði grín að geðheilsu hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2021 13:31 David Cox er hættur í fótbolta. David Cox, leikmaður Albion Rovers í Skotlandi, er hættur í fótbolta eftir að mótherji gerði grín að geðheilsu hans. Atvikið átti sér stað í leik Albion Rovers og Stenhousemuir í skosku D-deildinni í gær. Leikmaður Stenhousemuir, Jonathan Tiffoney, gerði þá grín að sjálfsvígstilraun Cox. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en í gær fékk Cox nóg. Hann yfirgaf völlinn í hálfleik og hefur lagt skóna á hilluna. „Ég átti í útistöðum við einn leikmanna Stenhousemuir og hann gerði grín að geðheilsu minni. Hann sagði að ég hefði átt að gera þetta almennilega í fyrsta skiptið. Einhverjum finnst þetta væntanlega lítið mál en ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ég fæ ekki nógu mikið borgað fyrir það,“ sagði Cox sem var á varamannabekknum í leiknum í gær. „Ef ég hefði verið settur inn á hefði ég sennilega fótbrotið hann. Ég reyndi að ræða við dómarana en þeir sögðust ekkert geta gert þar sem þeir heyrðu ekki neitt. Ég ætla því að gera eitthvað í þessu og það er að hætta. Ég er búinn að fá nóg. Annars held ég áfram að spila, geng í skrokk á einhverjum og verð vondi karlinn.“ Albio Rovers hefur lýst yfir fullum stuðningi við hinn 32 ára Cox. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að ef leikmenn Albion Rovers verið meðvitaðir um hvað var sagt hefðu þeir neitað að fara inn á völlinn í seinni hálfleik í mótmælaskyni. We stand with David Cox. The unforgivable incident that occurred during tonight's match must not be downplayed. David, you have all at Albion Rovers and Scottish football's unconditional support. #MentalHealthMatters— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 This was not a 'throwaway' remark.David has been subjected to abuse numerous times throughout his career.If the team were aware of what was said before restarting after HT, they all agreed they would have walked off the park. #MentalHealthMatters #WeStandWithDavidCox— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 Stenhousemuir hefur beðið skoska knattspyrnusambandið um að rannsaka málið því ásakanirnar séu alvarlegar. Tiffoney hefur farið í tímabundið leyfi frá Stenhousemuir meðan rannsóknin stendur yfir. Hann hafnar sök í málinu. Skoski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað í leik Albion Rovers og Stenhousemuir í skosku D-deildinni í gær. Leikmaður Stenhousemuir, Jonathan Tiffoney, gerði þá grín að sjálfsvígstilraun Cox. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en í gær fékk Cox nóg. Hann yfirgaf völlinn í hálfleik og hefur lagt skóna á hilluna. „Ég átti í útistöðum við einn leikmanna Stenhousemuir og hann gerði grín að geðheilsu minni. Hann sagði að ég hefði átt að gera þetta almennilega í fyrsta skiptið. Einhverjum finnst þetta væntanlega lítið mál en ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ég fæ ekki nógu mikið borgað fyrir það,“ sagði Cox sem var á varamannabekknum í leiknum í gær. „Ef ég hefði verið settur inn á hefði ég sennilega fótbrotið hann. Ég reyndi að ræða við dómarana en þeir sögðust ekkert geta gert þar sem þeir heyrðu ekki neitt. Ég ætla því að gera eitthvað í þessu og það er að hætta. Ég er búinn að fá nóg. Annars held ég áfram að spila, geng í skrokk á einhverjum og verð vondi karlinn.“ Albio Rovers hefur lýst yfir fullum stuðningi við hinn 32 ára Cox. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að ef leikmenn Albion Rovers verið meðvitaðir um hvað var sagt hefðu þeir neitað að fara inn á völlinn í seinni hálfleik í mótmælaskyni. We stand with David Cox. The unforgivable incident that occurred during tonight's match must not be downplayed. David, you have all at Albion Rovers and Scottish football's unconditional support. #MentalHealthMatters— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 This was not a 'throwaway' remark.David has been subjected to abuse numerous times throughout his career.If the team were aware of what was said before restarting after HT, they all agreed they would have walked off the park. #MentalHealthMatters #WeStandWithDavidCox— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 Stenhousemuir hefur beðið skoska knattspyrnusambandið um að rannsaka málið því ásakanirnar séu alvarlegar. Tiffoney hefur farið í tímabundið leyfi frá Stenhousemuir meðan rannsóknin stendur yfir. Hann hafnar sök í málinu.
Skoski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira