Chelsea í góðri stöðu í Meistaradeildarbaráttu á meðan Fulham þarf á kraftaverki að halda

Kai Havertz skoraði bæði mörk Chelsea í dag.
Kai Havertz skoraði bæði mörk Chelsea í dag. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images

Chelsea vann í dag mikilvægan 2-0 sigur gegn grönnum sínum í Fulham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Chelsea er nú með sex stiga forskot í fjórða sætinu, en Fulham nálgast fall úr úrvalsdeildinni óðfluga.

Kai Havertz kom heimamönnum yfir strax á tíundu mínútu eftir stoðsendingu frá Mason Mount. 

Havertz var svo aftur á ferðinni á 49. mínútu eftir undirbúning frá Timo Werner.

Chelsea er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og er nú sex stigum fyrir ofan West Ham sem situr í fimmta sætinu. West Ham á þó leik til góða.

Fulham eru nú níu stigum frá öruggu sæti þegar þeir eiga aðeins fjóra leiki eftir. Þeir þurfa því að vinna þrjá og ekki tapa þeim fjórða, ásamt því að treysta á önnur úrslit til að halda sér í deild þeirra bestu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira