Enski boltinn

Leik Manchester United og Liverpool frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stuðningsfólk Manchester United er ósátt og hefur mótmælt harkalega fyrir utan Old Trafford sem og inn á vellinum. Því hefur leik liðsins gegn Liverpool verið frestað.
Stuðningsfólk Manchester United er ósátt og hefur mótmælt harkalega fyrir utan Old Trafford sem og inn á vellinum. Því hefur leik liðsins gegn Liverpool verið frestað. Barrington Coombs/Getty Images

Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum.

Leiknum var upphaflega frestað þar sem stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford en þó völlurinn sé galtómur sem stendur hefur gengið illa að tryggja öryggi í kringum völlinn. Því hefur leiknum verið frestað um óákveðinn tíma.

Ljóst er að hann fer ekki fram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×