Formúla 1

Hamilton landaði 97. sigrinum á ferlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hamilton vann enn einn Formúlu 1 kappaksturinn í dag.
Hamilton vann enn einn Formúlu 1 kappaksturinn í dag. Formúla 1

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann sinn 97. sigur í sögu Formúlu 1 í dag. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, hóf daginn á ráspól en það kom ekki að sök. Hamilton vann frábæran sigur í Portúgal í dag.

Valtteri Bottas var á ráspól og hefur hugsað sér gott til glóðarinnar er kappaksturinn hófst en gat á endanum ekkert gert til að stöðva Hamilton í Portúgal í dag. Max Verstappen hjá Red Bull endaði í öðru sæti í dag og títtnefndur Bottas var í þriðja sæti.

Hamilton er nú kominn með átta stiga forskot í stigakeppni ökumanna. Í öðru sæti er Verstappen á meðan Bottas er í 4. sæti.


Tengdar fréttir

Bottas á ráspól í Portúgal

Valtteri Bottas var sjö þúsundustu úr sekúndu fljótari en liðsfélagi sinn, Lewis Hamilton, í tímatökunum í Portúgal í gær. Max Verstappen verður þriðji í rásröðinni og liðsfélagi hans í Red Bull Racing, Sergio Perez, fjórði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×