Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2021 08:32 Álagið á heilbrigðisstarfsmenn hefur verið gríðarlegt í kórónuveirufaraldrinum. epa/Steve Parsons Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). Einn af hverju þremur veltir því fyrir sér að fara fyrr á eftirlaun og fjórðungur getur hugsað sér að taka sér hlé frá störfum. Þá hefur fimmtungur íhugað að snúa sér að öðru en heilbrigðisþjónustu. Mikil álag, langar vaktir, bágar vinnuaðstæður og áhrif faraldursins eru meðal þess sem hefur dregið úr starfsánægju lækna. Af 4.258 sem tóku þátt sögðust 1.352 telja líklegra nú en fyrir tólf mánuðum að þeir myndu fara fyrr á eftirlaun. Um er að ræða 32 prósent þátttakenda en þegar sama spurning var lögð fyrir læknana í júní 2020 var hlutfallið 14 prósent. Um 25 prósent sögðust íhuga að taka sér pásu frá læknastörfum, 21 prósent sögðust velta fyrir sér að skipta um starfsvettvang og 17 prósent voru spenntir fyrir því að starfa erlendis. Chaand Nagpaul, formaður BMA, segir hættu á því að þessi starfsþreyta meðal lækna muni verða til þess að enn erfiðara verður að manna stöður og veita þjónustu innan ásættanlegra tímamarka. Um sé að ræða hæfileikaríka og reynda sérfræðinga sem opinbera heilbrigðisþjónustan þurfi á að halda til að koma þjóðinni úr einni mestu heilbrigðisvá samtímans. „Ég klára yfirleitt tveimur tímum eftir að ég á að hætta,“ sagði einn læknir í samtali við BMA. „Restin af deginum fer í að svara tölvupóstum sem ég náði ekki að sinna í vinnunni. Ég er úrvinda.“ Læknirinn sagði að honum þætti vænt um opinberu heilbrigðisþjónustuna en að á einhverjum tímapunkti þyrfti hann að fara að forgangsraða eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Guardian fjallar um málið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Einn af hverju þremur veltir því fyrir sér að fara fyrr á eftirlaun og fjórðungur getur hugsað sér að taka sér hlé frá störfum. Þá hefur fimmtungur íhugað að snúa sér að öðru en heilbrigðisþjónustu. Mikil álag, langar vaktir, bágar vinnuaðstæður og áhrif faraldursins eru meðal þess sem hefur dregið úr starfsánægju lækna. Af 4.258 sem tóku þátt sögðust 1.352 telja líklegra nú en fyrir tólf mánuðum að þeir myndu fara fyrr á eftirlaun. Um er að ræða 32 prósent þátttakenda en þegar sama spurning var lögð fyrir læknana í júní 2020 var hlutfallið 14 prósent. Um 25 prósent sögðust íhuga að taka sér pásu frá læknastörfum, 21 prósent sögðust velta fyrir sér að skipta um starfsvettvang og 17 prósent voru spenntir fyrir því að starfa erlendis. Chaand Nagpaul, formaður BMA, segir hættu á því að þessi starfsþreyta meðal lækna muni verða til þess að enn erfiðara verður að manna stöður og veita þjónustu innan ásættanlegra tímamarka. Um sé að ræða hæfileikaríka og reynda sérfræðinga sem opinbera heilbrigðisþjónustan þurfi á að halda til að koma þjóðinni úr einni mestu heilbrigðisvá samtímans. „Ég klára yfirleitt tveimur tímum eftir að ég á að hætta,“ sagði einn læknir í samtali við BMA. „Restin af deginum fer í að svara tölvupóstum sem ég náði ekki að sinna í vinnunni. Ég er úrvinda.“ Læknirinn sagði að honum þætti vænt um opinberu heilbrigðisþjónustuna en að á einhverjum tímapunkti þyrfti hann að fara að forgangsraða eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Guardian fjallar um málið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira